Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Svipti sig lífi á átján ára afmælinu

Halla Mildred Cra­mer ætl­ar að ganga Reykja­nes­braut­ina frá Ál­ver­inu í Straums­vík að Innri-Njarð­vík­ur­kirkju til að minn­ast syst­ur­son­ar síns, Kristó­fers Arn­ar Árna­son­ar, og styrkja um leið PIETA Ís­land, sem er úr­ræði fyr­ir ein­stak­linga í sjálfs­vígs­hug­leið­ing­um. Kristó­fer Örn svipti sig lífi á 18 ára af­mæl­is­dag­inn sinn ár­ið 2014. „Ég vil ekki að aðr­ir upp­lifi að missa ein­hvern sem þeir elska vegna sjálfs­vígs, hvort sem það er vin­ur eða fjöl­skyldu­með­lim­ur.“

Svipti sig lífi á átján ára afmælinu
Gengur í minningu frænda síns Halla Mildred Cramer gengur í minningu frænda síns, en hægt er að fylgjast með göngunni í gegnum Strava-snjallforritið og er velkomið að fylgja henni um styttri eða lengri tíma. Um leið vill hún vekja athygli á starfi Pieta-samtakanna sem styðja fólk sem glímir við sjálfsvígshugsanir. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Kristófer var yndislegur og ljúfur drengur sem vildi öllum vel,“ segir móðursystir hans, Halla Mildred Cramer. „Í mínum augum var hann og verður alltaf litli Kristófer minn sem ég passaði þegar hann var lítill. Þegar Kristófer fæddist var það besta að fá að vera stóra frænka hans. Hann dáði mig og ég dýrkaði hann. Síðustu árin áður en hann lést spjölluðum við mikið saman og áttum góðar og skemmtilegar stundir. Eldri dóttir mín, sem var tíu ára þegar hann lést, dýrkaði frænda sinn og fannst alltaf gaman að sjá hann og hljóp alltaf í fangið á honum. Hann hafði mjög gaman af því að fíflast með henni og þau gátu sko hlegið saman.“

Hjálpar að tala saman

Halla segir að systir sín, móðir Kristófers, sé búin að standa sig eins og hetja. „Kristófer var litli drengurinn hennar. Það hefur hjálpað fjölskyldunni að takast á við missinn með því að tala …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár