„Kristófer var yndislegur og ljúfur drengur sem vildi öllum vel,“ segir móðursystir hans, Halla Mildred Cramer. „Í mínum augum var hann og verður alltaf litli Kristófer minn sem ég passaði þegar hann var lítill. Þegar Kristófer fæddist var það besta að fá að vera stóra frænka hans. Hann dáði mig og ég dýrkaði hann. Síðustu árin áður en hann lést spjölluðum við mikið saman og áttum góðar og skemmtilegar stundir. Eldri dóttir mín, sem var tíu ára þegar hann lést, dýrkaði frænda sinn og fannst alltaf gaman að sjá hann og hljóp alltaf í fangið á honum. Hann hafði mjög gaman af því að fíflast með henni og þau gátu sko hlegið saman.“
Hjálpar að tala saman
Halla segir að systir sín, móðir Kristófers, sé búin að standa sig eins og hetja. „Kristófer var litli drengurinn hennar. Það hefur hjálpað fjölskyldunni að takast á við missinn með því að tala …
Athugasemdir