Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ísbirnir og úlfar í Danmörku! Dagbók frá Kaupmannahöfn IV.

Ill­uga Jök­uls­syni gekk ekk­ert að finna merki­leg­ar frétt­ir frá Dan­mörku. En þá komu bless­uð dýr­in til bjarg­ar.

Ísbirnir og úlfar í Danmörku! Dagbók frá Kaupmannahöfn IV.
Kjálkinn af ísbirninum. Þetta er skjáskot af vef Politiken og ég vona að blaðið fyrirgefi mér það og hann Finn Frandsen sem tók myndina.

Þótt ég hafi samviskusamlega keypt dönsku dagblöð þessa daga sem ég hef verið hér í Kaupmannahöfn, og skoðað vefsíður þeirra af þó nokkurri kostgæfni, þá verð ég að segja að ég ætti í mestu vandræðum með að segja ykkur hvað er í fréttum hér í Danmörku.

Jú, þeir eru mjög að fylgjast með hetjunni Fuglsang í einhverri hjólreiðakeppni.

Í pólitík og samfélagsmálum virðist fátt markvert á seyði.

Það er einhver Rasmussen í stól forsætisráðherra eins og venjulega og hann virðist ekki vera að gera neina stór skandala; að minnsta kosti hafa blöðin þá ekki komist að raun um það.

Og þótt Danmörk sé í Evrópusambandinu, þá verð ég ekki deyjandi fólk hér á götunum, og eldhafið sem Ögmundur Jónasson varaði okkur við, það sé ég hvergi.

Að vísu var ansi heitt í dag og fólk lá á víð og dreif hreyfingarlítið en það var bara í sólbaði og virtist frekar vel haldið.

En nú hef ég þó loksins séð tvær almennilegar fréttir úr þessu landi. Í fyrsta lagi sá maður úlf. Það væri nú ekki svo mjög í frásögur færandi, skilst mér, því úlfar slæðast víst hingað æ oftar frá Þýskalandi og er til marks um eðlilegt dýralíf Evrópu er víst aftur svolítið á uppleið.

Og til marks um það var einmitt að á hæla úlfsins kom ekki bara annar úlfur, heldur heilir níu aðrir úlfar.

Átta ylfingar og svo einn fullorðinn í lokin.

Manninum í fréttinni fannst þetta eiginlega einum of mikið af því góða. Hann hugleiddi hvort allir þessir ylfingar myndu kannski éta börnin hans. Hvort ekki væri rétt að skjóta þá.

Það ætla ég að vona að Danir hafi vit á að gera ekki. Þeir fáu úlfar sem eftir lifa í Evrópu hafa komist af vegna þess að þeir forðast mannfólk og ráðast alls ekki á það. Það er sjálfsagt orðið meira og minna innprentað í gen þeirra.

Hin fréttin, sem mér fannst merkileg, snýst líka um óvænt villidýr á Jótlandi.

Ísbjörn.

Í Vandsyssel nyrst á Jótlandi fannst kjálki úr risastóru bjarndýri.

Það fannst ekki alveg nýlega, heldur árið 1921 og fyrst héldu menn að þetta væri bein úr risavöxnum skógarbirni. En svo kom í ljós að þarna hafði ísbjörn verið á ferð og það var í meira lagi undarlegt - því beinið er talið vera 13.000 ára gamalt.

Þá var ísöld að ljúka á norðurhveli jarðar, jökull var enn yfir Noregi þótt mjög væri hann farinn að hopa og milli Noregs og Danmerkur var alldjúpur og breiður fjörður þar sem nú er hluti Norðursjávar og Skagerak. 

Þá hefur þessi ísbjörn væntanlega synt frá Noregi til Danmerkur, þar sem hann hefur orðið innlyksa. En tíðindin eru raunar þau að nú hefur tekist að ná DNA úr kjálkabeininu svo hægt verður að segja nánar til um það hvaðan björninn kom. 

Það mun nefnilega vera furðu mikill munur á DNA ísbjarna eftir búsetu.

Mér finnst þetta stórmerkilegt. Ef ísbirnir lifðu virkilega í Danmörku fyrir 13.000 árum og svona stórt dýr hafði þar nóg að bíta og brenna, hvers vegna settust ísbirnir þá ekki að á Íslandi á ísöldinni?

Ég hef spurt að þessu margoft en aldrei fengið viðhlítandi svör.

Menn segja: Ísbirnir eru sérþjálfaðir í að veiða seli af hafís. Þau skilyrði eru sjaldnast á Íslandi.

Þetta er ónýtt svar. Fyrst ísbirnir voru svo sunnarlega sem í Danmörku, þá hafa þeir alveg áreiðanlega búið nógu lengi á Íslandi til að taka upp lifnaðarhætti sem pössuðu landinu.

En kannski voru ísbirnir á Íslandi.

Kannski var sagan sönn sem þrælar Hjörleifs sögðu, að björn hefði drepið húsbónda þeirra.

Ég mun fylgjast spenntur með og þegar barnabörnin koma í vikunni mun ég fara með þau í dýragarðinn og leggjast í ísbjarnarannsóknir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár