Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra gerði að sínu helsta takmarki í kosningabaráttu fyrir síðustu Alþingiskosningar að „negla niður vexti“ og gerði það á táknrænan hátt með sleggju í kosningamyndbandi.
Nýjar verðbólgutölur sýna hins vegar að ríkisstjórn Kristrúnar hefur orsakað verulega hækkun á verðbólgu, sem þýðir að minni líkur eru á að peningastefnunefnd Seðlabankans taki ákvörðun um að lækka stýrivexti á fundi sínum næsta miðvikudag.
Ólíkt síðasta ári, þegar vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% í janúar vegna útsöluáhrifa, hækkaði vísitalan um 0,38% í janúar í ár. Ástæðan er að þrátt fyrir að verð ýmissa vara hafi lækkað á útsölum, hækka aðgerðir ríkisstjórnarinnar vísitöluna um 0,61%, sem um leið hækka höfuðstól verðtryggðra lána um það sama. Þar er um að ræða hækkun á verði bifreiða og svo aukinn rekstrarkostnað vegna víðari innleiðingar og hækkunar kílómetragjalds.
„Fengið sleggjuna í trýnið“
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, bendir á að verðtryggðar …
















































Athugasemdir