Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fjölgar verulega

Skýrsla rík­is­lög­reglu­stjóra sýn­ir aukn­ingu í til­kynn­ing­um um kyn­ferð­is­brot ár­ið 2025, einkum gegn börn­um, á sama tíma og rann­sókn­ir benda til þess að hlut­fall brota geti ver­ið á nið­ur­leið.

Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fjölgar verulega

Tilkynningum til lögreglu um kynferðisbrot fjölgaði á síðasta ári, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Alls voru 629 kynferðisbrot tilkynnt árið 2025, sem er 13 prósenta aukning frá árinu á undan. Sérstaklega hefur orðið mikil fjölgun tilkynninga um kynferðisbrot gegn börnum og barnaníð.

Í skýrslu ríkislögreglustjóra kemur fram að lögregla skráir bæði hvenær brot átti sér stað og hvenær það var tilkynnt, þar sem í mörgum málum líður langur tími á milli. Á árinu 2025 var tilkynnt um 194 nauðganir, þar af áttu 142 sér stað sama ár. Tilkynningum um nauðganir fjölgaði um 5 prósent frá árinu 2024, en miðað við meðaltal þriggja ára þar á undan fækkaði þeim um 6 prósent.

Alls var tilkynnt um 133 kynferðisbrot gegn börnum, sem er 18 prósenta aukning miðað við meðaltal síðustu þriggja ára. Þá voru tilkynningar um barnaníð 51 talsins, sem jafngildir 53 prósenta fjölgun frá sama samanburðartímabili.

Konur voru í miklum meirihluta brotaþola. …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár