Aaja Chemnitz, annar tveggja grænlenskra fulltrúa á danska þinginu, sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook í kvöld þar sem hún segir að NATO ekki hafa umboð til þess að semja um neitt sem snertir Grænland án Grænlendinga. „Ekkert um okkur, án okkar.“
Yfirlýsingin er viðbragð við frétt New York Times sem birt var í kvöld, þess efnis að innan NATO sé rætt um málamiðlun sem feli í sér að Danir gefi eftir hluta af Grænlandi til Bandaríkjanna.
Aaja tilheyrir Inuit Ataqatigiit, vinstri sinnuðum flokki sem vill ná fram sjálfstæði Grænlendinga, en telur það ekki tímabært að svo stöddu. Formaður flokksins er Múte B. Egede, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra.

„Að NATO eigi að hafa eitthvað um land okkar og auðlindir að segja …
















































Athugasemdir