Grænlendingar svara fyrir sig: „Trump veit ekki hvernig mér líður“

Aaja Chemnitz, full­trúi Græn­lend­inga á danska þing­inu, seg­ir úti­lok­að að NATO geti sam­ið um fram­tíð Græn­lands, án að komu Græn­lend­inga. Íbú­ar í Nu­uk lýsa áhyggj­um og ótta. Sveit­ar­stjóri seg­ir námu­vinnslu aldrei verða sam­þykkta í þessu and­rúms­lofti.

Grænlendingar svara fyrir sig: „Trump veit ekki hvernig mér líður“
Treystir á stuðning annarra þjóða Aaju Poulsen er ein af þeim sem hefur áhyggjur af framvindu mála en heldur í vonina um að aðrar þjóðir stígi inn í og grípi í taumana. Hún segir súrrealískt að fylgjast með umræðunni, það er eins og Trump átti sig ekki á því að líf fólks sé undir.

Aaja Chemnitz, annar tveggja grænlenskra fulltrúa á danska þinginu, sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook í kvöld þar sem hún segir að NATO ekki hafa umboð til þess að semja um neitt sem snertir Grænland án Grænlendinga. „Ekkert um okkur, án okkar.“

Yfirlýsingin er viðbragð við frétt New York Times sem birt var í kvöld, þess efnis að innan NATO sé rætt um málamiðlun sem feli í sér að Danir gefi eftir hluta af Grænlandi til Bandaríkjanna. 

Aaja tilheyrir Inuit Ataqatigiit, vinstri sinnuðum flokki sem vill ná fram sjálfstæði Grænlendinga, en telur það ekki tímabært að svo stöddu. Formaður flokksins er Múte B. Egede, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra.

Í framlínunniSamstaða og samhæfing skipta sköpum, skrifaði Aaja í gær og birti þessa mynd af sér með Múte B. Egede og Jens-Frederik Nielsen, forsætisráðherra Grænlands.
„Að NATO eigi að hafa eitthvað um land okkar og auðlindir að segja …
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár