Bandaríkin sögð fá parta af Grænlandi

Banda­ríkja­for­seti sagð­ist hafa náð sam­komu­lagi um alla ei­lífð.

Bandaríkin sögð fá parta af Grænlandi
Mark Rutte og Donald Trump Hollenski íhaldsmaðurinn Mark Rutte hefur náð góðum tengslum við Bandaríkjaforseta og er sagður hafa gaukað að honum þeirri hugmynd að fá litla parta af Grænlandi til innlimunar í Bandaríkin. Mynd: AFP

Bandaríski fréttamiðillinn New York Times hefur eftir nafnlausum heimildum innan NATO að til umræðu sé að Bandaríkin fái litlar landspildur af Grænlandi. 

Donald Trump Bandaríkjaforseti venti kvæði sínu í kross í dag þegar hann sagðist ekki ætla að ráðast á Grænland og bakkaði með fyrirætlanir um að leggja 10% og 25% tolla á Evrópuríki sem hafa stutt fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Grænlands andspænis ásælni hans.

Kaka RepúblikanaÞingmenn Repúblikan flokksins komu saman í menningarmiðstöðnni Trump Kennedy Center og borðuðu Grænland prýtt bandaríska fánanum.

Í umfjöllun New York Times kemur fram að framkvæmdastjóri NATO, Mark Rutte, sem þykir hafa góð tengsl við Trump, hafi ýtt hugmyndinni áfram. Tveir embættismannanna, sem sátu fundinn, líktu þessu við herstöðvar Bretlands á Kýpur, sem eru taldar breskt yfirráðasvæði. Fram kom að óljóst væri hvort þetta væri hluti rammasamkomulagsins sem Trump sagði hafa verið komið á.

Þegar beðið var um umsögn um samninginn og innihald hans sagði NATO í yfirlýsingu að „viðræður milli Danmerkur, Grænlands og Bandaríkjanna munu halda áfram með það að markmiði að tryggja að Rússland og Kína nái aldrei fótfestu – hvorki efnahagslega né hernaðarlega – á Grænlandi.“

Dönsk yfirvöld hafa ekki svarað fjölmiðlum um samkomulagið, sem liggur fyrir að á eftir að útfæra.

Í gærkvöldi snæddu bandarískir þingmenn úr flokki Repúblikana köku í líki Grænlands, skreytta bandaríska fánanum. Þá fékk einn þingmannanna, Andy Ogles, verðlaun um kvöldið fyrir tillögu sína um að gera Donald Trump kleift að sækjast eftir þriðja kjörtímabili, sem er óheimilt samkvæmt stjórnarskrá í dag. Þingkonan Anna Paulina Luna, sem situr í fulltrúadeildinni fyrir Repúblikanaflokkinn úr Flórída, birti mynd af kökunni.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SFG
    Sveinn Flóki Guðmundsson skrifaði
    úr fréttayfirferð Vísis (2026-01-21 21:45):

    > **NATO hafi ekkert umboð til samninga**
    > Þingkona Inuit Ataqatigiit á danska þjóðþinginu segir Atlantshafsbandalagið ekki hafa neinn rétt til að semja fyrir hönd Grænlands án aðkomu Grænlendinga.
    >
    > „Atlantshafsbandalagið hefur ekkert umboð til að semja um eitt né neitt án okkar Grænlendinga. Ekkert um okkur, án okkar. Og að Atlantshafsbandalagið eitthvað að segja um okkar land og málma er gjörsamlega út í hött,“ skrifar Aaja Chemnitz að því er Sermitsiaq greinir frá.

    þetta "framework of a future Greenland deal" er hugsanlega hreinn uppspuni til þess að flagga sem einhverskonar sigri nú þegar bakkað hefur verið með innlimunarvegferð Grænlands, ałlavega um sinn, og í besta fałli eitthvað smjaður spjałl Donalds við Mark Rutte, þó að Løkke segist hafa rætt við Rutte líka, Donald er svo gott sem búinn að jarða samband Bandaríkjanna við Grænlendinga og Dani, það er erfitt að ímynda sér að Bandaríkin fái nokkur sérkjör umfram það sem þeim stóð nú þegar til boða

    ałlavega benda skrif Aaja Chemnitz sterklega til þess að það að einhver sigurdíłl sé í sjónmáli fyrir Donald og stjórn hans sé hrein og bein lygi
    0
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Hvað segja Grænlendingar um þetta samkomulag? Ekki trúi ég því að Rutte geti gert samkomulag um Grænlands án aðkomu Grænlendinga.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Grænlandsmálið

Trump ætlar sér að ná Grænlandi: „Við erum stórveldi“
ErlentGrænlandsmálið

Trump ætl­ar sér að ná Græn­landi: „Við er­um stór­veldi“

„Ef það væri ekki fyr­ir okk­ur, vær­uð þið öll að tala þýsku. Og kannski smá japönsku,“ sagði Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, þeg­ar hann mætti á al­þjóða­efna­hags­ráð­stefn­una í Dav­os. Hann sagði að það hefði ver­ið „heimsku­legt“ að skila Græn­landi eft­ir seinni heims­styrj­öld­ina en hann myndi ekki beita hervaldi til að ná land­inu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár