Atvinnuleysi jókst milli ára og starfandi fækkaði

Um 9.800 ein­stak­ling­ar voru án at­vinnu í des­em­ber. At­vinnu­leysi lækk­ar á milli mán­aða þeg­ar töl­urn­ar hafa ver­ið árs­tíð­ar­leið­rétt­ar.

Atvinnuleysi jókst milli ára og starfandi fækkaði

Atvinnuleysi jókst og hlutfall starfandi lækkaði á milli desembermánaða 2024 og 2025, samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi jókst um 0,5 prósentustig, á sama tíma og hlutfall starfandi lækkaði um 1,1 prósentustig og atvinnuþátttaka minnkaði um 0,7 prósentustig.

Atvinnuleysi mældist 4,2 prósent í desember 2025 meðal fólks á aldrinum 16 til 74 ára. Um 9.800 einstaklingar voru þá án atvinnu. Hlutfall starfandi var 76,0 prósent, sem samsvarar tæplega 221.900 manns, og atvinnuþátttaka var 79,3 prósent eða um 231.700 manns á vinnumarkaði.

Þegar tölurnar eru árstíðaleiðréttar mældist atvinnuleysi 4,5 prósent í desember. Árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi var 76,9 prósent og atvinnuþátttaka 80,5 prósent.

Á milli nóvember og desember sýna árstíðaleiðréttar tölur þó lækkun í atvinnuleysi, sem minnkaði um 2,7 prósentustig. Hlutfall starfandi jókst um 0,3 prósentustig á sama tíma en atvinnuþátttaka dróst saman um 1,9 prósentustig.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár