Atvinnuleysi jókst og hlutfall starfandi lækkaði á milli desembermánaða 2024 og 2025, samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi jókst um 0,5 prósentustig, á sama tíma og hlutfall starfandi lækkaði um 1,1 prósentustig og atvinnuþátttaka minnkaði um 0,7 prósentustig.
Atvinnuleysi mældist 4,2 prósent í desember 2025 meðal fólks á aldrinum 16 til 74 ára. Um 9.800 einstaklingar voru þá án atvinnu. Hlutfall starfandi var 76,0 prósent, sem samsvarar tæplega 221.900 manns, og atvinnuþátttaka var 79,3 prósent eða um 231.700 manns á vinnumarkaði.
Þegar tölurnar eru árstíðaleiðréttar mældist atvinnuleysi 4,5 prósent í desember. Árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi var 76,9 prósent og atvinnuþátttaka 80,5 prósent.
Á milli nóvember og desember sýna árstíðaleiðréttar tölur þó lækkun í atvinnuleysi, sem minnkaði um 2,7 prósentustig. Hlutfall starfandi jókst um 0,3 prósentustig á sama tíma en atvinnuþátttaka dróst saman um 1,9 prósentustig.
















































Athugasemdir