Viðvörunarbjöllur voru farnar að hringja í menntamálaráðuneytinu vegna byrjendalæsis fyrir tíu árum síðan.
Inga Sæland, nýr mennta- og barnamálaráðherra, kenndi slæmum árangri byrjendalæsis um lélegan lesskilning drengja í kastljóssviðtali á RÚV í vikunni. Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri hefur gagnrýnt Ingu og dósent við háskólann sagt hana „skorta læsi“ á málefni ráðuneytis síns.
Menntamálaráðuneytið gaf hins vegar út minnisblað fyrir áratug sem kom fram að sterkar vísbendingar væru um að árangur af Byrjendalæsi væri undir væntingum og að lesskilningi barna hrakaði beinlínis. Þáverandi menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, sagði þá að það væru tölfræðilegar vísbendingar um að aðgerðin væri ekki að skila ásættanlegum árangri. Byggði minnisblaðið á niðurstöðum könnunarprófs 4. bekkjar.

Undir þetta tók Zuilma Gabríela Sigurðardóttir, sem þá var dósent í sálfræði við Háskóla Íslands í atferlisgreiningu og …













































Athugasemdir