Síðustu tvö árin hefur aðsókn í guðfræðinám við Háskóla Íslands aukist. Í haust hófu 27 nemendur nám við deildina og hafa þeir ekki verið fleiri frá árinu 2011 þegar þeir voru 29. Árið 2024 voru nýnemarnir 18 talsins. Þetta er nokkur breyting frá árunum 2020-2023 þegar fjöldi nýnema var á bilinu 8-14.
„Það sem mér finnst aðeins meira áberandi núna er að við erum að fá fleira fólk beint úr framhaldsskóla. Það er mjög ánægjulegt að fá ferskt ungt fólk inn,“ segir Arnfríður Guðmundsdóttir, guðfræðiprófessor og deildarforseti guðfræði- og trúarbragðafræðideildar.
Hún segir hópinn sem sæki námið vera „mjög blandaðan“ og það hafi verið þannig lengi. Fólk sækir í nám í guðfræði af ýmsum ástæðum, sumir af einskærum fræðilegum áhuga en aðrir því þeir stefna á starf innan kirkjunnar. „Við erum með fimm námslínur svo það eru ekki allir að koma í sama tilgangi. Ég hef ekki gert neina úttekt á …














































Athugasemdir