Árið markar söguleg tímamót í öryggismálum Evrópu og þar með fyrir Ísland. Aukin áhersla á hagsmunadrifna milliríkjapólitík (e. transactional diplomacy) í boði Bandaríkjastjórnar hefur þegar haft víðtæk áhrif og settu aðgerðir bandaríska hersins í Venesúela tóninn strax í upphafi árs. „Donroe-kenningin“, sem er 21. aldar útgáfa Trump-stjórnarinnar af Monroe-kenningunni, formgerir einhliða og harðneskjulega nálgun Bandaríkjanna á forystu í heiminum. Evrópa reynir að ná vopnum sínum á ný – bókstaflega – og Íslendingar taka umræðuna um hvaða bandamenn við viljum og eigum í raun.
Þeir stóru verða sterkari
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að stóru ríkin, Bandaríkin, Rússland og Kína, hafi bæði endað árið 2025 og hafið nýtt ár með sprengjuárásum eða yfirlýsingum um algjöra yfirtöku á nágrannaríkjum sínum. Bandaríkin telji áhrifasvæði sitt ná frá syðsta odda Argentínu allt til Íslands og Kína boði yfirtöku á Taívan. Stríð Rússa, sem er nú á sínu fjórða ári, er …



























Athugasemdir