Mæta innihaldsleysi með merkingu og dýpt

End­ur­tekn­ing­ar og stöð­ug efn­is­fram­leiðsla ein­kenna sam­fé­lags­miðla og gervi­greind og rat­ar síð­an inn í lis­st­köp­un. Því verð­ur svar­að með auk­inni áherslu á hand­verk og hið ófull­komna. Hér er rýnt í ríkj­andi strauma í menn­ing­unni og hvað ber helst á kom­andi ári.

Á sama ári og á fimmta hundrað íslenskra aukaleikara eiga von á því að sjá sjálfa sig á hvíta tjaldinu í Ódysseifskviðu leikstjórans Christophers Nolan, virðast fáar íslenskar kvikmyndir ætla að koma út. Von er á stórstjörnunni Patti Smith til landsins í maí og almyrkva á sólu verður fagnað með fjögurra daga menningarhátíð á Snæfellsnesi í ágúst. Björk mun gefa út nýja plötu og sýning eftir hana verður sýnd á Listahátíð í Reykjavík.

Að mati poppfræðingsins Arnars Eggerts Thoroddsen er ekki eins mikið að óttast við gervigreindina, í það minnsta á sviði tónlistar, og fólk vill stundum meina. Hann telur að bíóhúsin séu að víkja en menning tónleika og tónlistarhátíða lifi góðu lífi á Íslandi. Bókmenntafræðingurinn Haukur Ingvarsson segir stöðu ljóðsins sterka og telur að íslenskar bókmenntir geti oft gefið innsýn í hvað sé að gerast í samfélaginu. 

Heimildin rýnir í ríkjandi strauma í menningunni, hvað sé á döfinni á …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvað gerist árið 2026?

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár