Margrét Halla Hansdóttir Löf, sem dæmd var í sextán ára fangelsi fyrir að verða föður sínum að bana, hefur áfrýjað til Landsréttar. Þetta staðfestir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari við fréttastofu RÚV.
Margrét var ákærð og dæmd fyrir að bana föður sínum og ákærð fyrir tilraun til manndráps þegar kom að móður hennar, en var sakfelld fyrir sérlega hættulega líkamsárás sem beindist að henni. Margrét beitti þau margvíslegu ofbeldi sem virðist hafa staðið yfir um árabil.
















































Athugasemdir