Félag í eigu Péturs Marteinssonar, sem hefur gefið kost á sér í fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, fékk úthlutað lóðum í Skerjafirði árið 2019 og var ætlunin að reisa þar um 72 íbúðir. Ágreiningur er um uppbygginguna.
Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Pétur hafði samband við blaðamann. Þar var því haldið fram að Pétur hefði hagsmuni af lóðunum, en hann þvertekur fyrir það.
„Miðbæjareignir tóku þetta félag yfir fyrir um tveimur árum síðar,“ segir Pétur Marteinsson sem tekur fyrir að hann hafi hagsmuni af uppbyggingu á Skerjafjarðarreitnum. Félagið var tekið yfir að hans sögn, þar sem biðin hafi verið löng og fjárfrekt að bíða eftir samþykki Reykjavíkurborgar.
Heimildin greindi frá því að Félag í eigu Péturs, Frambúð, hefði mikla hagsmuni af því að uppbygging hæfist í Skerjafirðinum og þar væri hann sjálfur í lykilstöðu næði hann kjöri í prófkjöri Samfylkingarinnar. Það hefur þó breyst að sögn Péturs, …


















































Athugasemdir