Noregur nálgaðist markmið sitt um að selja eingöngu núlllosunarbíla árið 2025, en rafbílar voru 95,9 prósent nýskráninga, upp úr 88,9% í fyrra.
Aðra sögu er að segja á Íslandi, þar sem rafbílar voru í minnihluta nýskráðra bifreiða 2025. Aðeins 34% nýskráðra bíla á Íslandi 2025 voru hreinir rafmagnsbílar. Í Evrópusambandinu var sama hlutfall komið í 21% í nóvember.
Fallandi hlutdeild rafbíla á Íslandi
Á meðan hlutfall nýskráðra rafbíla hefur hækkað stöðugt í Noregi hefur þróunin snúist við á Íslandi. Hlutur rafbíla náði hátindi árið 2023 þegar 41% nýskráðra voru slíkir. Árið 2024 hrapaði síðan hlutfallið niður í 20%, á meðan díselbílum fjölgaði upp í þriðjung nýskráðra.

Þetta hefur gerst á sama tíma og ívilnanir stjórnvalda fyrir rafmagnsbíla hafa verið skertar eða afnumdar. Í ársbyrjun 2024 var þannig innleitt kílómetragjald aðeins fyrir rafmagnsbíla, en sama …














































Athugasemdir (1)