Ísland dregst enn lengra aftur úr Noregi

Nán­ast all­ir ný­skráð­ir bíl­ar í Nor­egi 2025 voru raf­magns­bíl­ar, en á Ís­landi var hlut­fall­ið að­eins 34%. Ný­leg­ar breyt­ing­ar á skattaum­hverfi bif­reiða um ára­mót eru lík­leg­ar til að snúa þessu við.

Ísland dregst enn lengra aftur úr Noregi
Tryggð við jarðefnaeldsneyti Aðeins um 10% bíla á Íslandi eru rafmagnsbílar. Mynd: Golli

Noregur nálgaðist markmið sitt um að selja eingöngu núlllosunarbíla árið 2025, en rafbílar voru 95,9 prósent nýskráninga, upp úr 88,9% í fyrra.

Aðra sögu er að segja á Íslandi, þar sem rafbílar voru í minnihluta nýskráðra bifreiða 2025. Aðeins 34% nýskráðra bíla á Íslandi 2025 voru hreinir rafmagnsbílar. Í Evrópusambandinu var sama hlutfall komið í 21% í nóvember.

Fallandi hlutdeild rafbíla á Íslandi

Á meðan hlutfall nýskráðra rafbíla hefur hækkað stöðugt í Noregi hefur þróunin snúist við á Íslandi. Hlutur rafbíla náði hátindi árið 2023 þegar 41% nýskráðra voru slíkir. Árið 2024 hrapaði síðan hlutfallið niður í 20%, á meðan díselbílum fjölgaði upp í þriðjung nýskráðra.

Orkuskipti í kortunum?Enn eru 78% bíla á Íslandi „hreinir“ jarðefnaeldsneytisbílar og aðeins 9% hreinir rafmagnsbílar.

Þetta hefur gerst á sama tíma og ívilnanir stjórnvalda fyrir rafmagnsbíla hafa verið skertar eða afnumdar. Í ársbyrjun 2024 var þannig innleitt kílómetragjald aðeins fyrir rafmagnsbíla, en sama …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Geir Gudmundsson skrifaði
    Hybrid bílar eru líka hreinir jarðefnaeldneytisbílar svo hlutfallið er 83% en ekki 78%. Á móti kemur að dísilbílar geta flestir keyrt á lífdísil, sem dregur úr loftslagsáhrifum þeirra um meira en 90%. Hvorki stjórnvöld né olíufélögin (sem selja lífdísil á eldsneytistöðvum sínum) eru þó að auglýsa það eða hvetja eigendur dísilbíla að tanka lífdísil.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár