„Það er skýrt að það er ekki heimilt að nota tónlistarbanka samfélagsmiðlanna að kostnaðarlausu nema í einkaskyni,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri STEF. Myndband sem sýndi myndskeið frá fyrri hluta síðustu aldar var birt á samfélagsmiðlinum TikTok og endaði á því að hvetja fólk til þess að kjósa Miðflokkinn. Undir var tónlist Mugison, hið sívinsæla „Stingum af“. Gagnrýndi tónlistarmaðurinn svo skapara myndbandsins og sagði það siðleysi að nota lag hans með þessum hætti.
MÍGA
Myndbandið var svo líkt kosningamyndbandi á vegum flokksins að sá misskilningur kom upp að það væri á vegum flokksins sjálfs. Yfirskrift reikningsins er Make Iceland Great Again, sem er augljós vísun í slagorð Donald Trump, Make America Great Again. Eigandi reikningsins hefur ekki gefið sig fram og því óljóst hver stendur á bak við hann. Á meðan fær Miðflokkurinn að njóta vafans.
Spurningin er því þessi; þarf tónlistarfólk þá að sætta sig við að …
















































Athugasemdir