Úrskurðarnefnd Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í lok desember að rafrænt eftirlit með vinnustofu starfsmanna væri heimil þrátt fyrir mótmæli tveggja starfsmanna. Málið setti rafrænt eftirlit Árnastofnunar, í nýlegu húsi íslenskunnar, Eddu, í nokkuð uppnám. Slökkt var á myndavélunum á meðan á ágreiningnum stóð. Tveir starfsmenn á öryggissvæðinu settu sig alfarið upp á móti því að vinnustofur þeirra væru vaktaðar og töldu að það væru ekki málefnalegar ástæður fyrir slíku eftirliti og að endingu vísaði Árnastofnun sjálf málinu til Persónuverndar vegna óvissu um lögmæti þess.
Í úrskurðinum kemur fram að um sé að ræða hús íslenskra fræða, Eddu, þar sem fornhandrit Íslendinga eru varðveitt. Handritin eru á heimsminjaskrá Unesco og eftirlit því talsvert og var útfært af verkfræðistofunni Eflu.
Öryggisgæsla er í húsinu allan sólarhringinn og felst eftirlit þeirra meðal annars í því að vakta loftgæði ásamt því að fylgjast með öruggri varðveislu handrita og annarra frumgagna í gegnum myndavélakerfi …
















































Athugasemdir