Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði á mánudag að Bandaríkin þyrftu á Grænlandi að halda „vegna þjóðaröryggis“ eftir að skipun hans á sérstökum sendifulltrúa á dönsku heimastjórnareyjunni á norðurslóðum olli nýjum deilum við stjórnvöld í Kaupmannahöfn.
Frá því að Trump sneri aftur í Hvíta húsið í janúar hefur hann ítrekað sagt að Bandaríkin „þurfi“ á hinu auðlindaríka sjálfsstjórnarsvæði að halda af öryggisástæðum og hefur neitað að útiloka valdbeitingu til að tryggja það.
Trump skipaði á sunnudag Jeff Landry, ríkisstjóra Louisiana, sem sérstakan sendifulltrúa á Grænlandi, sem olli reiði í Danmörku. Stjórnvöld þar kölluðu bandaríska sendiherrann á sinn fund.
„Við þurfum á Grænlandi að halda vegna þjóðaröryggis. Ekki vegna jarðefna,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Palm Beach í Flórída á mánudag.
„Ef þú lítur á Grænland, ef þú lítur upp og niður ströndina, sérðu rússnesk og kínversk skip úti um allt,“ sagði hann.
„Við þurfum á því að halda vegna þjóðaröryggis. …













































Athugasemdir