Léttir að fella grímuna

For­seti Ís­lands, Halla Tóm­as­dótt­ir, faðm­ar að sér fanga á Litla-Hrauni og kall­ar þá kær­leiks­bangsa. Sjálf kærði hún aldrei mann­inn sem braut á henni í æsku.

Léttir að fella grímuna

Á dimmustu dögum ársins mæta börnin á Bessastaði þar sem forseti Íslands tekur á móti þeim, tendrar jólaljós og dansar í kringum jólatré. Nokkrum dögum síðar er **Halla Tómasdóttir** komin á einn myrkasta stað landsins, inn í fangelsið á Litla-Hrauni. Á báðum stöðum er hún með sama markmið: Að veita von og hlýju. Sjálf var hún barn sem þjáðist í þögn, þar til hún var orðin fullorðin kona og farin að rekast á veggi vegna afleiðinga kynferðislegrar misnotkunar í æsku. Með þá reynslu í farteskinu tekur hún utan um menn sem hafa gerst sekir um ofbeldi og biðlar til þeirra að leita leiða til lausna.

Börnin mæta á Bessastaði

Einn miðvikudagsmorgun í desember stendur Halla Tómasdóttir í anddyri Bessastaðastofu. Útidyrahurðin er lokuð en hún er tilbúin, klædd í græna kápu því hún vildi vera í jólalitum og með loðhúfu, „því ég fann ekki jólahúfuna“. Við hlið hennar stendur eiginmaðurinn, Björn …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu