Á dimmustu dögum ársins mæta börnin á Bessastaði þar sem forseti Íslands tekur á móti þeim, tendrar jólaljós og dansar í kringum jólatré. Nokkrum dögum síðar er **Halla Tómasdóttir** komin á einn myrkasta stað landsins, inn í fangelsið á Litla-Hrauni. Á báðum stöðum er hún með sama markmið: Að veita von og hlýju. Sjálf var hún barn sem þjáðist í þögn, þar til hún var orðin fullorðin kona og farin að rekast á veggi vegna afleiðinga kynferðislegrar misnotkunar í æsku. Með þá reynslu í farteskinu tekur hún utan um menn sem hafa gerst sekir um ofbeldi og biðlar til þeirra að leita leiða til lausna.
Börnin mæta á Bessastaði
Einn miðvikudagsmorgun í desember stendur Halla Tómasdóttir í anddyri Bessastaðastofu. Útidyrahurðin er lokuð en hún er tilbúin, klædd í græna kápu því hún vildi vera í jólalitum og með loðhúfu, „því ég fann ekki jólahúfuna“. Við hlið hennar stendur eiginmaðurinn, Björn …


























Athugasemdir