Karlmaður sem handtekinn var og úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglu á mannsláti í Kópavogi mun sitja í varðhaldi fram yfir áramót. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Gæsluvarðhaldið yfir manninum hefur verið framlengt til 13. janúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna en upphaflegur gæsluvarðhaldsúrskurður hefði runnið út í dag.
Maðurinn var í fyrstu handtekinn og sleppt fljótlega aftur, áður en hann var handtekinn að nýju og krafa um gæsluvarðhald lögð fyrir dómara.
Rannsóknin snýr að andláti manns sem fannst á heimili í Kársnesi í Kópavogi þann 30. nóvember síðastliðinn.













































Athugasemdir