Ungt fólk, einkum karlar, virðist vera farið að sækja kirkju í auknum mæli. Í Neskirkju hefur orðið vart við áhuga ungs fólks eftir heimsfaraldurinn og að sögn sóknarprests eru kollegar hans að sjá þá þróun annars staðar. „Flest eru þetta piltar. En það eru einhverjar stúlkur líka,“ segir séra Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju.
Í hverri messu segir Skúli yfirleitt vera um fimm, sex ungmenni en þau geti verið allt að tuttugu. Aldursbilið sé á milli 15 og 20. „Svo hittir maður oft þessi ungmenni á förnum vegi. Þá tala þeir oft um að þeir séu á leiðinni en hafi ekki látið verða af því að mæta og svona. Sennilega er þetta toppurinn af ísjakanum sem við erum að fá.“
Þversnið af sinni kynslóð
Spurður hvort hann hafi áður tekið eftir svona miklum áhuga hjá þessum aldurshópi …



























Athugasemdir