Sennilega „toppurinn af ísjakanum“ sem komi í messu

Séra Skúli Sig­urð­ur Ólafs­son, sókn­ar­prest­ur í Nes­kirkju, hef­ur orð­ið var við auk­inn áhuga ung­menna á kirkju­starf­inu eft­ir heims­far­ald­ur. Hann velt­ir upp mörg­um mögu­leg­um ástæð­um fyr­ir þessu – sótt sé í fé­lags­starf, jarð­teng­ingu og hlé frá kliðn­um.

Sennilega „toppurinn af ísjakanum“ sem komi í messu
Nútímafólk Skúli geldur varhug við að kristnin sé tengd við hugmyndir um ímyndaða „gullöld“ gamalla kynjahlutverka. Mynd: Golli

Ungt fólk, einkum karlar, virðist vera farið að sækja kirkju í auknum mæli. Í Neskirkju hefur orðið vart við áhuga ungs fólks eftir heimsfaraldurinn og að sögn sóknarprests eru kollegar hans að sjá þá þróun annars staðar. „Flest eru þetta piltar. En það eru einhverjar stúlkur líka,“ segir séra Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju.

Í hverri messu segir Skúli yfirleitt vera um fimm, sex ungmenni en þau geti verið allt að tuttugu. Aldursbilið sé á milli 15 og 20. „Svo hittir maður oft þessi ungmenni á förnum vegi. Þá tala þeir oft um að þeir séu á leiðinni en hafi ekki látið verða af því að mæta og svona. Sennilega er þetta toppurinn af ísjakanum sem við erum að fá.“ 

Þversnið af sinni kynslóð

Spurður hvort hann hafi áður tekið eftir svona miklum áhuga hjá þessum aldurshópi …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Gert hefur verið mikið úr umkomuleysi Jóseps og Maríu í Betlehem. En fræðingar hafa talið stöðu þeirra hafa verið mikið betri en af hefur verið látið. Jósep [og María] var af ætt Davíðs konungs, hún var fjölmenn í Betlehem. Hjá ættingjum sínum ætluðu þau að gista. Jósep vissi að öll gistihús yrðu yfirfull og á uppsprengdu verði. Á þessum tíma voru fjárhús yfirleitt sambyggð við heimili til að nýta hitann. Farið var með nýfædd börn í þau. Að Jesús hafi fæðst í kofa á víðavangi er fjarstæða.
    Ef Jesús hefði fæðst í endaðan desember hefðu ekki verið fjárhirðar á Betlehemsvöllum, því síður nýfædd lömb. Romarríki náði norður fyrir alpa á þessum tíma. Heppilegasti tíminn fyrir manntalið hefði verið á miðju vori þegar lokið var við að sá. Líkleg er að Jesús hafi fæðst um miðjan júní.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár