Það væri engin siðmenning eða framþróun án íhaldsstefnu í heiminum, að mati Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins.
Sigmundur Davíð var gestur á ráðstefnunni Atreju í Róm um helgina en hún er haldin af flokki Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, sem heitir Fratelli d'Italia, eða Bræðralag Ítalíu.
Fundinn sótti einnig hópur fólks úr röðum Ungra Miðflokksmanna en á meðal fundargesta var einnig Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus.
Var Sigmundur Davíð þátttakandi í pallborðsumræðum á föstudagskvöld um áskoranir íhaldsmanna. Með honum voru ýmsir leiðtogar ECR flokka í Evrópu frá Póllandi, Rúmeníu, Danmörku og Frakklandi. ECR hópurinn er samband íhalds- og þjóðernisflokka, þar á meðal Svíþjóðardemókrata í Svíþjóð, Laga og réttlætis í Póllandi og flokks Meloni eins og áður segir. Á heimsvísu eru Repúblikanaflokkur Donalds Trump í Bandaríkjunum og Likud, flokkur Benjamins Netanyahu í Ísrael í flokkasamstarfi með ECR.













































Athugasemdir