Rigg ehf, fyrirtæki Friðriks Ómars Hjörleifssonar, skilaði 12 milljóna króna rekstrarhagnaði á síðasta ári, af meira en 100 milljóna króna tekjum vegna verkefna. Eftir fjármagnsgjöld og skatta nam hagnaðurinn rétt um fjórum milljónum króna og til stendur að greiða út arð. Það verður þó ákveðið á aðalfundi, samkvæmt tillögu stjórnar. Friðrik Ómar er eini stjórnarmaðurinn og eini eigandinn.
Umsvif félagsins nálgast nú að vera jafn mikil og fyrir COVID-faraldurinn, en starfsemi Rigg dróst verulega saman árið 2020. Í gegnum félagið er Friðrik Ómar einn af umsvifameiri tónleikahöldurum landsins og hefur haldið fjölda tónleika þar sem þekkt tónlistarfólk er heiðrað. Meðal tónleika sem hann hefur staðið á bak við eru afmælistónleikar Vilhjálms Vilhjálmssonar í Eldborgarsal Hörpu og Hofi á Akureyri og komandi tónleikar í Hörpu, þar sem hann kemur fram sjálfur ásamt Guðrúnu Gunnars.
Eitt stærsta verkefni Rigg hefur þó verið að setja upp Fiskidagstónleikana á Dalvík. Þeir voru fyrst slegnir …











































Athugasemdir