Rigg Friðriks Ómars nálgast fyrri umsvif

Fyr­ir­tæki Frið­riks Óm­ars Hjör­leifs­son­ar tón­list­ar­manns nálg­ast sömu veltu og fyr­ir COVID, þeg­ar um­svif þess hrundu. Ann­að fé­lag held­ur þó ut­an um fjölda jóla­tón­leika sem hann stend­ur á bak við í Hörpu með Jógv­an Han­sen og Ey­þóri Inga.

Rigg Friðriks Ómars nálgast fyrri umsvif
Gengur vel Tónleikahald Friðriks Ómars virðist ganga vel.

Rigg ehf, fyrirtæki Friðriks Ómars Hjörleifssonar, skilaði 12 milljóna króna rekstrarhagnaði á síðasta ári, af meira en 100 milljóna króna tekjum vegna verkefna. Eftir fjármagnsgjöld og skatta nam hagnaðurinn rétt um fjórum milljónum króna og til stendur að greiða út arð. Það verður þó ákveðið á aðalfundi, samkvæmt tillögu stjórnar. Friðrik Ómar er eini stjórnarmaðurinn og eini eigandinn.

Umsvif félagsins nálgast nú að vera jafn mikil og fyrir COVID-faraldurinn, en starfsemi Rigg dróst verulega saman árið 2020. Í gegnum félagið er Friðrik Ómar einn af umsvifameiri tónleikahöldurum landsins og hefur haldið fjölda tónleika þar sem þekkt tónlistarfólk er heiðrað. Meðal tónleika sem hann hefur staðið á bak við eru afmælistónleikar Vilhjálms Vilhjálmssonar í Eldborgarsal Hörpu og Hofi á Akureyri og komandi tónleikar í Hörpu, þar sem hann kemur fram sjálfur ásamt Guðrúnu Gunnars.

Eitt stærsta verkefni Rigg hefur þó verið að setja upp Fiskidagstónleikana á Dalvík. Þeir voru fyrst slegnir …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár