Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður hjá Morgunblaðinu og stjórnandi þáttarins Spursmál á Mbl.is, dreifði falsfréttum í nýjasta þætti sínum og á Instagram-reikningi Spursmála.
Í klippu sem deilt var sérstaklega á Instagram á mánudag ávarpar Stefán Einar áhorfandann beint og segist ætla að sýna tvær klippur af mótmælum múslima á jólamörkuðum í Evrópu. Þáttarstjórnandinn segir að þarna hafi „íslamistar“ ákveðið að „sýna vald sitt“ og „sýna hinum kristna meirihluta hverjir það eru sem ráða“.
Myndbandið er tekið úr einræðu Stefáns Einars í byrjun síðasta þáttar Spursmála sem birtur var á vef Mbl.is 5. desember síðastliðinn. Var þátturinn sérstakur afmælisþáttur Spursmála og tekinn upp í koníaksstofunni í gamla Landsbankahúsinu við Austurstræti.
„Menn eru hættir að þora að tala um jólamarkaði eða jólahátíðir“
Stefán Einar segir klippurnar sýna hvernig menningarheimar mætast í Evrópu og lýsir því sem þær sýna sem einhvers konar aðför að jólunum sem múslimar í Evrópu reyni nú að troða fótum. …












































Athugasemdir