Stefán Einar birtir falsfrétt um múslima

Stefán Ein­ar Stef­áns­son, stjórn­andi Spurs­mála, seg­ir rang­lega að mynd­bönd af hóp­um múslima sýni þá reyna að trufla jóla­mark­aði, „sýna vald sitt“ og „sýna hinum kristna meiri­hluta hverj­ir það eru sem ráða“. Stað­reynda­vakt er­lendra fjöl­miðla stað­fest­ir að þetta sé rangt og mynd­bönd­in tek­in úr sam­hengi.

Stefán Einar birtir falsfrétt um múslima
Stefán Einar Stefánsson Fagnaði afmæli spursmála að viðstöddum fjölda fólks í gamla Landsbankahúsinu, en birti síðan falsfréttir um múslima. Mynd: Samsett

Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður hjá Morgunblaðinu og stjórnandi þáttarins Spursmál á Mbl.is, dreifði falsfréttum í nýjasta þætti sínum og á Instagram-reikningi Spursmála.

Í klippu sem deilt var sérstaklega á Instagram á mánudag ávarpar Stefán Einar áhorfandann beint og segist ætla að sýna tvær klippur af mótmælum múslima á jólamörkuðum í Evrópu. Þáttarstjórnandinn segir að þarna hafi „íslamistar“ ákveðið að „sýna vald sitt“ og „sýna hinum kristna meirihluta hverjir það eru sem ráða“.

Myndbandið er tekið úr einræðu Stefáns Einars í byrjun síðasta þáttar Spursmála sem birtur var á vef Mbl.is 5. desember síðastliðinn. Var þátturinn sérstakur afmælisþáttur Spursmála og tekinn upp í koníaksstofunni í gamla Landsbankahúsinu við Austurstræti.

„Menn eru hættir að þora að tala um jólamarkaði eða jólahátíðir“

Stefán Einar segir klippurnar sýna hvernig menningarheimar mætast í Evrópu og lýsir því sem þær sýna sem einhvers konar aðför að jólunum sem múslimar í Evrópu reyni nú að troða fótum. …

Kjósa
109
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Það er ekki alslæmt að SES hafi sett fram þessi myndskeið því með þessari grein og fjölda athugasemda á félagsmiðlum hefur verið vakin rækileg athygli á ósannsögli og lágkúru þeirra sem hatast gegn múslimum. Hann hefur einnig rækilega afhjúpað ásetning sinn að þessu sinni þó margir hafi svo sem verið búnir að átta sig á hvernig hann vinnur og hversu lágt hann er tilbúinn að leggjast. Vekja þarf athygli á að myndskeiðin eru angi af áróðursbrölti Ísrael sem leggur umtalsverðar fjárhæðir í að breiða út óhróður um múslima og Íslam almennt. Ísrael er sterklega grunað um að standa að baki svonefndum falskri flöggun (false flag), þ.e. hryðjuverk og slíkt sem eru til þess fallin að kenna fólki frá íslömskum ríkjum um hryðjuverk og þar með sverta orðspor þeirra. Með slíku vilja þeir réttlæta illsku og gróf mannréttindabrot gegn bæði palestínumönnum og öðrum sem eiga það sameiginlegt með meirihluta palestínumanna, að tilheyra Múhameðstrú. Verði Ísrael ekki mætt af fullum þunga alþjóðalaga þannig að þeim séu sett ströng mörk, munu þeir halda áfram að vaða uppi með undirróðri um allan heim, þ.m.t. að styðja við menn sem eru sama sinnis og ESE í orði og á borði. Gott hjá Heimildinni að taka þetta fyrir.
    1
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Ég myndi segja að þetta er ein birtingarmynd af mörgum hvernig tveir menningarheimar eru að mætast, nefnilega heimur röksemda og staðreynda annars vegar og afskræming sannleikans hins vegar
    5
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Það er svolítið merkilegt með Stefán hvað hann er mikil spegilmynd alls þess sem að hann segir að við þurfum að óttast, en speglar eru svosem ekki notaðir til sjálfskoðunar í áróðri.
    14
  • Sveinn Lýðsson skrifaði
    Þvílíkur bullustampur. Stór hluti múslima halda upp á jólin þótt það sé kannski ekki á nákvæmlega sama hátt og sá hluti mannkyns sem telur sig trúa á Jesú. Sama má segja um fjölda annarra trúarbragða og líka trúleysingja. Jólin eru hátíð rísandi sólar sama hvað þið þykjumst trúa á.
    17
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár