Stefán Einar birtir falsfrétt um múslima

Stefán Ein­ar Stef­áns­son, stjórn­andi Spurs­mála, seg­ir rang­lega að mynd­bönd af hóp­um múslima sýni þá reyna að trufla jóla­mark­aði, „sýna vald sitt“ og „sýna hinum kristna meiri­hluta hverj­ir það eru sem ráða“. Stað­reynda­vakt er­lendra fjöl­miðla stað­fest­ir að þetta sé rangt og mynd­bönd­in tek­in úr sam­hengi.

Stefán Einar birtir falsfrétt um múslima
Stefán Einar Stefánsson Fagnaði afmæli spursmála að viðstöddum fjölda fólks í gamla Landsbankahúsinu, en birti síðan falsfréttir um múslima. Mynd: Samsett

Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður hjá Morgunblaðinu og stjórnandi þáttarins Spursmál á Mbl.is, dreifði falsfréttum í nýjasta þætti sínum og á Instagram-reikningi Spursmála.

Í klippu sem deilt var sérstaklega á Instagram á mánudag ávarpar Stefán Einar áhorfandann beint og segist ætla að sýna tvær klippur af mótmælum múslima á jólamörkuðum í Evrópu. Þáttarstjórnandinn segir að þarna hafi „íslamistar“ ákveðið að „sýna vald sitt“ og „sýna hinum kristna meirihluta hverjir það eru sem ráða“.

Myndbandið er tekið úr einræðu Stefáns Einars í byrjun síðasta þáttar Spursmála sem birtur var á vef Mbl.is 5. desember síðastliðinn. Var þátturinn sérstakur afmælisþáttur Spursmála og tekinn upp í koníaksstofunni í gamla Landsbankahúsinu við Austurstræti.

„Menn eru hættir að þora að tala um jólamarkaði eða jólahátíðir“

Stefán Einar segir klippurnar sýna hvernig menningarheimar mætast í Evrópu og lýsir því sem þær sýna sem einhvers konar aðför að jólunum sem múslimar í Evrópu reyni nú að troða fótum. …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár