Enginn veit nákvæmlega hvenær eða hvernig það gerðist. Það var samt einhvern veginn svona:
Eskýlos frá Elevis sat flötum beinum á gólfinu í glæsihúsi sínu í Kerameikos-hverfinu undir Akropolishæð í Aþenu. Hann mundaði stílvopn sitt yfir papýrusrúllu þar sem hann var byrjaður að festa á blað nýjan harmleik. Hann var kominn með nafnið á harmleiknum. Myrmidónes átti hann að heita, eða Maurarnir, og fjalla um samskipti ástvinanna Akkilesar og Patroklosar á ofanverðum dögum Trójustríðsins.
Grikkir höfðu árum saman verið að reyna að vinna Trójuborg en nú hafði komið stórt babb í bátinn, því helstu hetju þeirra, honum Akkilesi, hafði sinnast við Agamemnon Grikkjakóng og dregið sig út úr stríðinu. Ástæðan var sú að hetjunni fannst kóngur hafa sýnt sér persónulega lítilsvirðingu.
Ekki aðeins fræðileg spurning
Patroklos unni Akkiles en hvatti hann til að láta af fýlu sinni og ganga aftur í stríðið. Þrátt fyrir stórlyndi sitt mætti hann ekki láta …































Athugasemdir