Uppgjör að handan: Upplifði sig smánaðan þegar hann lét af biskupsembætti

Ævim­inn­ing­ar Karls Sig­ur­björns­son­ar voru gefn­ar út á vik­un­um og má þar finna ein­stakt upp­gjör við róst­ur­sama tíma þjóð­kirkj­unn­ar. Hér verð­ur fjall­að um kyn­ferð­isof­beld­ið sem upp kom og Karl tekst á við í minn­ing­um sín­um.

Uppgjör að handan: Upplifði sig smánaðan þegar hann lét af biskupsembætti

Út er komin stórmerkileg minningarbrot Karls Sigurbjörnssonar, fyrrverandi biskups, og nefnist Skrifað í sand. Veröld annast útgáfu bókarinnar en Karl lést í febrúar á síðasta ári. Samkvæmt útgefanda fannst handritið eftir andlát hans og fylgdu því engin sérstök fyrirmæli. Var það gefið út í samstarfi við fjölskyldu Karls. Bókin er hispurslaus og óvægið uppgjör við eitt erfiðasta tímabil íslensku þjóðkirkjunnar síðustu áratugi og ómetanleg innsýn inn í átök sem spönnuðu í raun hátt í tvo áratugi og hverfðust að miklu leyti um viðbrögð kirkjunnar við kynferðisofbeldi sem dóttir Ólafs Skúlasonar biskups, Guðrún Ebba, varð fyrir af hálfu föður síns auk annarra kvenna.

Ásakanir um kynferðisofbeldi

Í minningarbrotum Karls kemur fram að hann hafi fyrst orðið áskynja þess að Ólafur væri ekki allur sem hann væri séður árið 1996. Fjölmiðlar fjölluðu þá um ásakanir kvenna gegn Ólafi sem þá var biskup en ein þeirra leitaði til séra Hjálmars Jónssonar, sem þá …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár