Festa Reykjavíkurflugvöll í sessi og byggja nýja flugstöð

Í nýrri sam­göngu­áætlun seg­ir að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði fest­ur í sessi og til stend­ur að byggja nýja flug­stöð. For­sæt­is­ráð­herra seg­ir sjálfsagt að styrkja flug­völl­inn með­an ann­ar kost­ur sé ekki fyr­ir hendi.

Festa Reykjavíkurflugvöll í sessi og byggja nýja flugstöð

„Við eyðum óvissu um framtíð Reykjavíkurflugvallar en hann verður festur í sessi og rekstraröryggi hans tryggt,“ sagði Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra á blaðamannafundi í dag þar sem hann kynnti nýja samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040. 

Sagði hann að strax á næsta ári yrði hafist handa að undirbúa byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. „Sem mun leysa af hólmi þá sem er komin til ára sinna.“ Þá yrði tekinn í notkun nýr fjarðstýrður flugturn á vellinum á sama ári auk þess sem ráðist verði í endurbætur á aðflugsljósum. 

Í samgönguáætluninni  segir að rekstraröryggi flugvallarins verði tryggt a meðan annar jafn góður, eða betri, kostur er ekki fyrir hendi. 

Staðsetning Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri í Vesturbæ Reykjavíkur er mjög umdeilt pólitískt mál. Virðist ríkisstjórnin vera með þessum áætlunum vera að festa staðsetningu hans í sessi í trássi við vilja meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkurborgar. Á fundinum sátu innviðaráðherra og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fyrir svörum um einmitt þetta. 

Eyjólfur sagði að ekki hefði tekist að finna annan valkost annan en Reykjavíkurflugvöll. „Á meðan Reykjavíkurflugvöllur er þarna þá er flugvöllur þarna. Það verður að tryggja rekstraröryggi og flugöryggi,“ sagði hann og benti á að núverandi flugstöð væri frá árinu 1946.

„Sjálfsögð ákvörðun,“ segir forsætisráðherra

Kristrún sagði að málið hefði ekki verið rætt innan ríkisstjórnar með þeim hætti hvort það ætti að festa flugvöllinn í sessi eða ekki. Staðreyndin væri sú að það væri ekki annað stæði fyrir flugvöll komið. „Það mun taka einhverja áratugi – 10, 15, 20 ár að klára það,“ sagði hún og benti á að í millitíðinni þyrfti að tryggja innanlandsflug í landinu,

„Mér finnst þetta svo sjálfsögð ákvörðun og setning að það eigi að styrkja Reykjavíkurflugvöll á meðan það er ekki annar kostur fyrir hendi. Mér finnst þetta augljós staða. Við getum ekki látið þennan mikilvæga flugvöll grotna niður á meðan það eru ekki aðrir kostir í stöðunni.“

Ef aðrir kostir byðust yrði það tekið fyrir í ríkisstjórn. „En við erum ekki á þeim stað ennþá,“ sagði forsætisráðherra. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár