Festa Reykjavíkurflugvöll í sessi og byggja nýja flugstöð

Í nýrri sam­göngu­áætlun seg­ir að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði fest­ur í sessi og til stend­ur að byggja nýja flug­stöð. For­sæt­is­ráð­herra seg­ir sjálfsagt að styrkja flug­völl­inn með­an ann­ar kost­ur sé ekki fyr­ir hendi.

Festa Reykjavíkurflugvöll í sessi og byggja nýja flugstöð

„Við eyðum óvissu um framtíð Reykjavíkurflugvallar en hann verður festur í sessi og rekstraröryggi hans tryggt,“ sagði Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra á blaðamannafundi í dag þar sem hann kynnti nýja samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040. 

Sagði hann að strax á næsta ári yrði hafist handa að undirbúa byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. „Sem mun leysa af hólmi þá sem er komin til ára sinna.“ Þá yrði tekinn í notkun nýr fjarðstýrður flugturn á vellinum á sama ári auk þess sem ráðist verði í endurbætur á aðflugsljósum. 

Í samgönguáætluninni  segir að rekstraröryggi flugvallarins verði tryggt a meðan annar jafn góður, eða betri, kostur er ekki fyrir hendi. 

Staðsetning Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri í Vesturbæ Reykjavíkur er mjög umdeilt pólitískt mál. Virðist ríkisstjórnin vera með þessum áætlunum vera að festa staðsetningu hans í sessi í trássi við vilja meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkurborgar. Á fundinum sátu innviðaráðherra og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fyrir svörum um einmitt þetta. 

Eyjólfur sagði að ekki hefði tekist að finna annan valkost annan en Reykjavíkurflugvöll. „Á meðan Reykjavíkurflugvöllur er þarna þá er flugvöllur þarna. Það verður að tryggja rekstraröryggi og flugöryggi,“ sagði hann og benti á að núverandi flugstöð væri frá árinu 1946.

„Sjálfsögð ákvörðun,“ segir forsætisráðherra

Kristrún sagði að málið hefði ekki verið rætt innan ríkisstjórnar með þeim hætti hvort það ætti að festa flugvöllinn í sessi eða ekki. Staðreyndin væri sú að það væri ekki annað stæði fyrir flugvöll komið. „Það mun taka einhverja áratugi – 10, 15, 20 ár að klára það,“ sagði hún og benti á að í millitíðinni þyrfti að tryggja innanlandsflug í landinu,

„Mér finnst þetta svo sjálfsögð ákvörðun og setning að það eigi að styrkja Reykjavíkurflugvöll á meðan það er ekki annar kostur fyrir hendi. Mér finnst þetta augljós staða. Við getum ekki látið þennan mikilvæga flugvöll grotna niður á meðan það eru ekki aðrir kostir í stöðunni.“

Ef aðrir kostir byðust yrði það tekið fyrir í ríkisstjórn. „En við erum ekki á þeim stað ennþá,“ sagði forsætisráðherra. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    If one doesn't create an option there will never be an alternative option! Such is the level of today's politics!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár