Rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson segir mjög gleðilegt að hafa komist á listamannalaun við úthlutunina sem birtist í gær. „Á meðan þetta er í boði og ég get sótt um þá sæki ég um yfirleitt og það er gleðilegt að fá. Mér finnst það sanngjarnt svo sem,“ segir hann.
Síðustu ár hefur rithöfundurinn verið gagnrýninn á listamannalaun. Hann var til að mynda gestur í Spursmálum í október þar sem hann talaði um klíkuskap og sagðist hafa „góða sjálfsvirðingu“ þar sem hann væri ekki alltaf á listamannalaunum eða „spenanum“ svokallaða.
Stefán Máni segir gagnrýnina snúast um úthlutunina. „Það sem ég hef verið gagnrýninn á er hvernig er úthlutað og ég er ekkert einn um að gagnrýna það,“ segir hann og bætir við að það eigi ekki alltaf að vera sama fólkið sem fái úthlutað.
Afköst skipta máli
Hann segir að það þurfi …












































Athugasemdir