Rússar juku dróna- og flugskeytaárásir sínar á Úkraínu í nóvember, samkvæmt greiningu AFP sem birt var í dag. Á sama tíma þrýsti Hvíta húsið á stjórnvöld í Kænugarði að samþykkja friðarsamkomulag sem talið er hagstætt fyrir rússnesk stjórnvöld.
Yfirvöld í Moskvu skutu alls 5.660 flugskeytum og langdrægum drónum á Úkraínu í síðasta mánuði, að því er fram kemur í daglegum skýrslum frá úkraínska flughernum. Það er tveggja prósenta aukning frá fyrri mánuði.
Árásir Rússa hafa valdið rafmagnsleysi hjá tugþúsundum íbúa Úkraínu, en Rússar hafa beint spjótum sínum að raforkukerfi landsins fjórða veturinn í röð. Úkraínsk stjórnvöld og bandamenn þeirra segja það vera markvissa aðferð til að brjóta niður almenna borgara í Úkraínu.
Úkraínski flugherinn sagði að Rússar hefðu skotið 5.445 langdrægum drónum og 215 flugskeytum, sem er þriggja prósenta aukning á ómönnuðum loftförum, en tveggja prósenta fækkun á flugskeytaárásum.
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sagði í vikunni að aukin umsvif …












































Athugasemdir