Ríkisfyrirtæki hafa greitt hagsmunasamtökum tvo milljarða síðan 2015

Lands­bank­inn og Lands­virkj­un hafa stað­ið und­ir stærst­um hluta að­ild­ar­gjalda rík­is­fyr­ir­tækja í hinum ýmsu hags­muna­sam­tök­um. Betri sam­göng­ur eiga að­ild að Við­skipta­ráði og Neyð­ar­lín­an að Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins.

Ríkisfyrirtæki hafa greitt hagsmunasamtökum tvo milljarða síðan 2015

Íslensk ríkisfyrirtæki og -stofnanir hafa á síðustu tíu árum greitt tvo milljarða til hagsmunasamtaka á borð við Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands. Landsbankinn og Landsvirkjun greiða lang mest.

Greiðslur ríkisaðila til samtakanna hafa vaxið úr 111 milljónum króna árið 2015 í 245 milljónir í ár, en aldrei hafa hærri gjöld verið greidd til slíkra samtaka og á yfirstandandi ári. 

Þetta kemur fram í svari Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar, þingmanns Samfylkingar og fyrrverandi forseta Alþýðusambands Íslands. 

Upplýsingarnar í svari Daða Más taka til ríkisfyrirtækja og -stofnana sem greitt hafa til Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka þeirra. Það eru Samtök verslunar og þjónustu, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök fjármálafyrirtækja. 

Svo virðist sem svarið nái aðeins til þeirra fyrirtækja sem eru í eigu ríkisins í dag, en á tímabilinu sem svarið tekur til átti ríkið kjölfestuhlut í Íslandsbanka, sem er aðili að þeim samtökum sem um ræðir. Má ljóst vera að fjárhæðirnar séu því í raun enn hærri en fram kemur.

Heildargreiðslur fyrirtækjanna sem um ræðir:

  • Landsbankinn: 802.039 milljónir
  • Landsvirkjun: 451.909 milljónir
  • Isavia: 250.003 milljónir
  • RARIK: 208.735 milljónir
  • Landsnet: 165.976 milljónir
  • Íslandspóstur: 78.378 milljónir
  • Matís: 26.346 milljónir
  • Harpa ohf.: 23.603 milljónir
  • Neyðarlínan: 11.778 milljónir
  • Orkubúið: 11.264 milljónir
  • Farice: 7.331 milljónir
  • Betri samgöngur: 1.195 milljónir

Landsbankinn greiðir einn til Samtaka fjármálafyrirtækja og fyrirtækin Landsvirkjun, RARIK, Landsnet, og Orkubúið greiða til Samorku, sem eru samtök orkufyrirtækja. Isavia, sem rekur flugvelli landsins, greiðir líka til samtakanna samkvæmt svarinu. 

Samtök atvinnulífsins og undirfélög þess fara gjarnan með samningsumboð fyrirtækja í kjaraviðræðum við launafólk, auk þess að gæta hagsmuna fyrirtækja gagnvart stjórnvöldum. 

Betri samgöngur, Farice, Íslandspóstur, Landsbankinn, Landsnet, Landsvirkjun, og  RARIK eru félagar í Viðskiptaráði Íslands, og greiða félagsgjöld til samtakanna. 

Viðskiptaráð fer ekki með samningsumboð og er sameiginlegur vettvangur íslensks viðskiptalífs. „Alla þá tíð hefur tilgangur þess verið sá sami, að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum atvinnulífs, óháð atvinnugreinum eða stærð fyrirtækja, og að efla frjálsa verslun og framtak,“ segir um samtökin á vefsíðu þess.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Gretarsson skrifaði
    Það vantar greislur Vínbúðarinar ( ÁTVR ) , RÚV og fleirri. Það er enginn þörf á að ríkisfyrirtæki séu í SA, samningarnefnd ríkisins getur séð um samninga fyrir þau.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár