Foreldrar Margrétar Höllu Hansdóttur Löf neyddust til þess að eiga í samskiptum við dóttur sína með bréfaskrifum áður en hún var ákærð fyrir að bana föður sínum í apríl síðastliðnum. Þetta kom meðal annars fram í lokuðum réttarhöldum sem haldin voru beggja megin við þriðju helgina í nóvember.
Réttarmeinafræðingar báru einnig vitni og virtust sammála um að miklir áverkar á föður Margrétar, Hans Roland Löf, hafi dregið hann til dauða. Fjöláverkar á líkama Hans Roland voru sambærilegir því að lenda í hörðum árekstri, að sögn sérfræðinga sem báru vitni.
Umfangsmiklir áverkar
Það var í byrjun apríl sem lögregla og sjúkrabíll voru kölluð að einu glæsilegasta húsi sem finna má á Arnarnesi. Þegar inn var komið fundu sjúkraflutningamenn Hans Roland þar sem hann lá þungt haldinn í stóru anddyri hússins. Var hann fluttur á spítala þar sem hann lést samdægurs, á afmælisdegi sínum, áttræður að aldri.
Í ljós kom að hann …










































Athugasemdir