Aftenging
Vel plottuð og áhugaverð frumraun þar sem hefði mátt dýpka persónusköpun.
Titillinn á fyrstu skáldsögu Árna Helgasonar er býsna snjall og fangar viðfangsefni bókarinnar á tvíræðan máta, en hún fjallar bæði um aftengingu manneskjunnar í stafrænni síbylju og um aftengingu í bókstaflegri merkingu. Strax í upphafi bókar er ljóst að eitthvað hefur orðið til þess að kollvarpa tilveru aðalpersónunnar og hann fer með okkur ellefu daga aftur í tímann, þar sem þau hjónin eru á leið í helgarferð með gömlum vinum – öðru pari og nýlega einhleypri vinkonu. Þar er ekki um neina venjulega barnlausa bústaðarferð að ræða heldur á að dvelja á eyðieyju þar sem fólki er ætlað að draga andann djúpt og upplifa núið með því að kúpla sig út úr snjalltækjasamfélaginu – aftengja sig.
Öflug framvinda
Að einangra sögupersónur frá umheiminum á afskekktum stað er sígilt skáldabragð og skyldi engan undra. Þannig verður til afgirt sögusvið þar sem tilfinningar magnast upp, þar sem hægt er að tefla saman …











































Athugasemdir