Mamma og ég
Mamma og ég er langþráður biti úr púsluspilinu sem líf Ástu Sigurðardóttur er fyrir aðdáendum hennar. Bréfin og ljósmyndirnar bæta miklu við frásögnina. Nístandi sárar minningar fá sitt pláss en skilningur höfundar gagnvart erfiðleikum Ástu er áþreifanlegur.
Áhugi íslensks almennings á lífi og listum Ástu Sigurðardóttur kviknaði um leið og hún steig fyrst fram á sjónarsviðið og virðist ekkert hafa dvínað eftir því sem árin líða. Eina bók hennar, smásagnasafnið Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, frá árinu 1961, vakti verðskuldaða athygli á sínum tíma og var efni hennar endurútgefið ásamt ljóðum í bókinni Sögur og ljóð sem kom út árið 1985. Sú hefur verið endurprentuð í tvígang, síðast með leikhúskápu þar sem leikkonan Birgitta Birgisdóttir prýðir forsíðuna í hlutverki Ástu. Leikritið naut gríðarlegra vinsælda þegar það var sett upp árið 2020 en það byggði á ævi Ástu, sem Friðrika Benónýsdóttir hafði skráð á 10. áratugnum. Sú ævisaga, Minn hlátur er sorg, var endurútgefin fyrir nokkrum árum og hefur notið mikilla vinsælda.
Tragísk Ásta
Þau okkar sem hafa heillast af Ástu fáum hreinlega ekki nóg. Hún hefur þegar öðlast sess sem goðsögn í íslensku menningarlífi vegna óhefðbundins frjálslyndis, gífurlegra listrænna …









































Takk fyrir Kolbeinn.