Blaðamenn verðlaunuðu Þorstein Má

Banka­stjóri Ís­lands­banka og stofn­andi Sam­herja voru á með­al þeirra sem stjórn­end­ur af fjöl­miðl­un­um Þjóð­mál­um, Vísi og Morg­un­blað­inu veittu verð­laun.

Blaðamenn verðlaunuðu Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson Fékk málverk í heiðursverðlaun frá blaðamönnunum. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Blaðamenn af Morgunblaðinu, Vísi og Þjóðmálum sameinuðust í síðustu viku um að verðlauna fólk úr viðskiptalífinu.

Það var Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stofnenda og fráfarandi forstjóri útgerðarfélagsins Samherja, sem hlaut svokölluð heiðursverðlun úr hendi blaðamanna við „hátíðlega athöfn“ í Hvalasafninu á Granda í Reykjavík, þar sem 280 manns voru viðstödd, samkvæmt umfjöllunum í Morgunblaðinu, á Vísi og í Viðskiptablaðinu. 

Þorsteini var afhent nýtt málverk af honum sjálfum. Hann náði þeim áfanga á ferlinum í ár að víkja úr stóli forstjóra Samherja fyrir syni sínum, Baldvin Þorsteinssyni, en áður hafði hann framselt hluti sína í útgerðinni til Baldvins og annarra barna sinna.

Blaðamennirnir, Gísli Freyr Valdórsson, ritstjóri og eigandi hlaðvarpsmiðilsins Þjóðmála, Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri og þáttarstjórnandi á Morgunblaðinu, Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja á Vísi.is, stýrðu veisluhöldunum og veittu verðlaunin. Þeir hafa verið fastagestir í reglulegum viðburðum undir merkjum Þjóðmála þar sem tekin eru lifandi hlaðvarpssamtöl með áhorfendur í sal, sem sóttir hafa verið af ráðherrum og forkólfum úr atvinnulífinu. Einnig veitti verðlaun Þórður Gunnarsson, fyrrverandi blaðamaður á Vísi og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Morgunblaðið fjallaði um viðburðinn í frétt undir titlinum „Mikið um dýrðir á hátíðarkvöldi Þjóðmála“. 

Þar kemur fram að laxeldisfyrirtækið Laxey í Vestmannaeyjum var valið „bjartasta vonin“. Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, veitti bankastjóra Íslandsbanka „samfélagsverðlaun Þjóðmála“. Skógarböðin í Eyjarfirði voru valin „kaupmaður ársins“. Viðskiptaverðlaun ársins veittu blaðamennirnir forsvarsmönnum Vekru, fyrir að selja bílaumboðið Öskju og tengd félög til breska bílafyrirtækisins Inchcape, en bílaumboðið flytur inn og selur Kia, Mercedes-Benz, Honda og fleiri tegundir hér á landi.

Heiðursgestur Þjóðmála að þessu sinni var Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor.

Hlaðvarpið Þjóðmál er að öllu leyti í eigu Gísla Freys Valdórssonar í gegnum félagið SAM Consulting slf. Þjóðmál er í samstarfi við fyrrnefnda viðskiptablaðamenn af öðrum fréttamiðlum sem eru fastagestir á viðburðum miðilsins og í umfjöllunum, sem „sérfræðingar Þjóðmála“.

Kjósa
-23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár