Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakar Úkraínu enn á ný um að sýna ekki „þakklæti“ fyrir stuðning bandarískra yfirvalda við varnir landsins gegn innrás Rússa, á meðan helstu fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu hittust í Genf til að ræða tillögu um að stöðva stríðið.
„ÚKRAÍNSKIR „LEIÐTOGAR“ HAFA SÝNT OKKUR NÚLL ÞAKKLÆTI FYRIR FRAMLAG OKKAR,“ skrifaði Trump á Truth Social, þar sem hann gagnrýndi einnig Evrópuríki fyrir að gera ekki nóg til að binda enda á stríðið, en lét þó hjá líða að fordæma Moskvu beint.
Ummælin komu fram á sama tíma og Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði í vetrarkaldri Genf á sunnudag með æðstu embættismönnum Úkraínu um umdeilda 28 punkta friðartillögu forsetans til að binda endi á nær fjögurra ára átök.
Úkraínska sendinefndin, undir forystu Andriy Yermak, átti einnig fund með háttsettum embættismönnum Bretlands, Frakklands og Þýskalands í borginni, þar sem Evrópuríki reyna að tryggja sér aðkomu að viðræðunum.
Trump hafði …














































Athugasemdir