Tæknifyrirtæki leiddu lækkanir á mörkuðum um allan heim í morgun og virðast fjárfestar ekki hafa náð að hrista af sér ótta um gervigreindarbólu og losna við þann titring sem fylgdi nýjum gögnum um bandarískan vinnumarkaði. Lækkarnirnar drógu enn frekar úr vonum um vaxtalækkun í Bandaríkjunum.
Metafkoma örgjörvaframleiðandans Nvidia, sem tilkynnt var um á miðvikudag, virtust í fyrstu ætla að draga úr áhyggjum af því að of miklu fjármagni hefði verið veitt í gervigreindargeirann.
Sú gleði entist þó stutt.
Sívavaxandi áhyggjur eru af því að tæknidrifið hækkunarskeið á hlutabréfamörkuðum – þar sem nokkrir helstu vísitölumarkaðir hafa náð nýjum metum og leiðandi fyrirtæki slegið met í markaðsvirði – gæti verið að líða undir lok og leiðrétting í vændum, hafa ýtt undir undir varfærni.
Við kynningu á metafkomu afkomu sagði Jensen Huang, forstjóri Nvidia, að hann sæi enga bólumyndun í greininni. „Frá okkar sjónarhorni, sjáum við allt annað,“ sagði hann.
Eftir að …















































Athugasemdir