Rafveita Malasíu tapaði rafmagni að verðmæti 143 milljarða króna vegna ólöglegs rafmyntanámugraftrar frá árinu 2020. Orkumálaráðuneytið sagði þjófnaðinn vera „alvarlega ógn við orkuveitukerfi landsins“.
Ríkisrafveitan Tenaga Nasional Berhad (TNB) fann einnig 13.827 staði sem grunaðir voru um að vera miðstöðvar ólöglegs rafmyntanámugraftrar, sagði ráðuneytið í svari til þingsins sem lagt var fram á þriðjudag.
„Þessi starfsemi ógnar ekki aðeins öryggi notenda, heldur stofnar hún efnahagslegum stöðugleika þjóðarinnar í hættu, eykur áhættu fyrir almannaöryggi ... og er alvarleg ógn við orkuveitukerfi landsins,“ sagði í svarinu.
Rafmyntanámugröftur er ekki ólöglegur í Malasíu en rekstraraðilar verða að fara eftir reglum stjórnvalda, þar á meðal skráningu, umhverfismati og orkunýtniskoðunum.
TNB hefur komið á fót gagnagrunni með skrám yfir eigendur og leigjendur sem grunaðir eru um að stela rafmagni til að knýja bitcoin-námugröft, sagði ráðuneytið, og vinnur með löggæsluyfirvöldum að því að sporna við ólöglegum námugreftri.
Malasíska lögreglan er einnig að efla aðgerðir gegn …













































Athugasemdir