Stálu rafmagni fyrir milljarða til að grafa eftir rafmyntum

Malasískt orku­fyr­ir­tæki seg­ir ólög­leg­an raf­mynta­gröft grafa und­an efna­hags­leg­um stöð­ug­leika og auka hættu fyr­ir al­manna­ör­yggi. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur kort­lagt 13.827 staði þar sem grun­ur leik­ur á að ólög­leg­ur raf­mynta­gröft­ur fari fram.

Stálu rafmagni fyrir milljarða til að grafa eftir rafmyntum

Rafveita Malasíu tapaði rafmagni að verðmæti 143 milljarða króna vegna ólöglegs rafmyntanámugraftrar frá árinu 2020. Orkumálaráðuneytið sagði þjófnaðinn vera „alvarlega ógn við orkuveitukerfi landsins“.

Ríkisrafveitan Tenaga Nasional Berhad (TNB) fann einnig 13.827 staði sem grunaðir voru um að vera miðstöðvar ólöglegs rafmyntanámugraftrar, sagði ráðuneytið í svari til þingsins sem lagt var fram á þriðjudag.

„Þessi starfsemi ógnar ekki aðeins öryggi notenda, heldur stofnar hún efnahagslegum stöðugleika þjóðarinnar í hættu, eykur áhættu fyrir almannaöryggi ... og er alvarleg ógn við orkuveitukerfi landsins,“ sagði í svarinu.

Rafmyntanámugröftur er ekki ólöglegur í Malasíu en rekstraraðilar verða að fara eftir reglum stjórnvalda, þar á meðal skráningu, umhverfismati og orkunýtniskoðunum.

TNB hefur komið á fót gagnagrunni með skrám yfir eigendur og leigjendur sem grunaðir eru um að stela rafmagni til að knýja bitcoin-námugröft, sagði ráðuneytið, og vinnur með löggæsluyfirvöldum að því að sporna við ólöglegum námugreftri.

Malasíska lögreglan er einnig að efla aðgerðir gegn …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár