Tók lán til að komast til Norður-Kóreu
Ferðalangur Kristinn fór á vegum Vinafélags Íslands og Kóreu í heimsókn á 80 ára afmælishátíð Verkamannaflokksins í landinu. Hann hefur um árabil verið virkur í starfi samtakanna og meðal annars sótt fund í sendiráð ríkisins í Stokkhólmi.

Tók lán til að komast til Norður-Kóreu

Að­al­rit­ari Vina­fé­lags Ís­lands og Kór­eu tók þátt í mál­þingi um Juche-hug­mynda­fræð­ina í til­efni 80 ára af­mæl­is Verka­manna­flokks Norð­ur-Kór­eu. „Það er rosa­leg­ur upp­gang­ur þarna í dag,“ seg­ir Krist­inn Hann­es­son. Land­ið er eitt það ein­angr­að­asta í heimi og hef­ur um ára­tuga­skeið sætt gagn­rýni fyr­ir víð­tæk mann­rétt­inda­brot.

Ungur karlmaður af Austurlandi ferðaðist alla leið til alræðisríkisins Norður-Kóreu – alþýðulýðveldisins Kóreu eins og hann kallar það – í októbermánuði til að vera viðstaddur hátíðarhöld í tilefni 80 ára afmælis kóreska Verkamannaflokksins. Hann tók smálán til að eiga fyrir flugmiðanum, því hann ætlaði ekki að láta tækifærið til að heimsækja landið renna sér úr greipum. 

Kristinn Hannesson flutti ræðu á hátíðarhöldunum og fullyrðir að mikill uppgangur sé í landinu. Hann segir ekki hægt að treysta fullyrðingum um mannréttindabrot norður-kóreskra yfirvalda, jafnvel þótt ítarlegar frásagnir og ályktanir alþjóðlegra mannréttindasamtaka og Sameinuðu þjóðanna segi stöðu mannréttinda í landinu með því versta sem gerist í heiminum. Það séu frásagnir sem séu runnar undan rifjum suður-kóresku leyniþjónustunnar. 

„Ég hef skrifað bréf til Kim Jong Un og yfirvalda í landinu

Ekki á vegum flokksins

Kristinn var frambjóðandi Sósíalistaflokksins fyrir síðustu þingkosningar og er enn virkur í starfi flokksins. Skiptar skoðanir hafa verið á heimsókn …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár