Vefir Alþingis og Stjórnarráðsins liggja niðri vegna bilunar hjá þjónustunni Cloudflare og það gerir einnig vefur CERT-IS netöryggissveitarinnar.
CERT-IS sinnir netöryggismálum Íslands og starfsemi netöryggissveitarinnar var flutt í byrjun árs frá starfstöð Fjarskiptastofu við Suðurlandsbraut í húsnæði utanríkisráðuneytisins við Austurhöfn í Reykjavík.
Vefur RÚV liggur einnig niðri, sem og samfélagsmiðlar á borð við Letterboxd og X, sem áður hét Twitter. Þá liggur Mannlíf.is niðri sem er hluti af Sameinaða útgáfufélaginu ásamt Heimildinni.
Cloudflare hefur ekki gefið upp hver ástæða bilunarinnar sé. Cloudflare virkar sem milliliður milli vefþjóna og notenda en tilgangur þjónustunnar er að auka áreiðanleika, öryggi og virkni vefsíðna auk þess að verja þær fyrir tölvuárásum.
Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, tjáir sig um málið á samfélagsmiðlinum Bluesky, sem ólíkt X, er enn uppi.
„Hvers vegna reiða íslenska þingið og Ríkisútvarpið sig á ******* Cloudflare?“ spyr hún á ensku, í þýðingu …













































Athugasemdir