Vefur netöryggissveitarinnar niðri

Vef­ur CERT-IS ligg­ur niðri eins og vef­ir Al­þing­is og Stjórn­ar­ráðs­ins vegna óskil­greind­ar bil­un­ar hjá Cloudflare. „Al­var­leg­ur ör­ygg­is­brest­ur,“ seg­ir fyrr­ver­andi þing­mað­ur um hýs­ingu ís­lenskra gagna er­lend­is.

Vefur netöryggissveitarinnar niðri
Birgitta Jónsdóttir Fyrrverandi þingmaður segir þá sem bera ábyrgð á öryggismálum þurfa að endurskoða hýsingu gagna erlendis. Mynd: Pressphotos

Vefir Alþingis og Stjórnarráðsins liggja niðri vegna bilunar hjá þjónustunni Cloudflare og það gerir einnig vefur CERT-IS netöryggissveitarinnar.

CERT-IS sinnir netöryggismálum Íslands og starfsemi netöryggissveitarinnar var flutt í byrjun árs frá starfstöð Fjarskiptastofu við Suðurlandsbraut í húsnæði utanríkisráðuneytisins við Austurhöfn í Reykjavík.

Vefur RÚV liggur einnig niðri, sem og samfélagsmiðlar á borð við Letterboxd og X, sem áður hét Twitter. Þá liggur Mannlíf.is niðri sem er hluti af Sameinaða útgáfufélaginu ásamt Heimildinni.

Cloudflare hefur ekki gefið upp hver ástæða bilunarinnar sé. Cloudflare virkar sem milliliður milli vefþjóna og notenda en tilgangur þjónustunnar er að auka áreiðanleika, öryggi og virkni vefsíðna auk þess að verja þær fyrir tölvuárásum.

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, tjáir sig um málið á samfélagsmiðlinum Bluesky, sem ólíkt X, er enn uppi.

„Hvers vegna reiða íslenska þingið og Ríkisútvarpið sig á ******* Cloudflare?“ spyr hún á ensku, í þýðingu …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár