Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Vill slátra „skrifræðisskrímsli“ Evrópusambandsins

Friedrich Merz, kansl­ari Þýska­lands, kall­ar eft­ir sjálf­stæðri Evr­ópu í upp­hit­un fyr­ir leið­toga­fund ESB, þar sem þrýst verð­ur á við­skipta­vænna um­hverfi.

Vill slátra „skrifræðisskrímsli“ Evrópusambandsins
Friedrich Merz Kristilegi demókratinn boðar aðgerðir til einföldunar viðskiptaumhverfisins daginn fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins. Mynd: AFP

Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, kallaði í dag eftir „sjálfstæðari“ Evrópu og róttækum umbótum á innri markaði Evrópusambandsins, sem hann sagði hafa orðið að „skrifræðislegu skrímsli“.

„Við verðum að verða fullvalda, sjálfstæðari á ýmsum pólitískum og efnahagslegum sviðum,“ sagði hann á málþingi á vegum dagblaðsins Süddeutsche Zeitung.

„Við getum ekki lengur reitt okkur á að Ameríka verji okkur, að Kína útvegi okkur hráefni og að Rússland verði aftur reiðubúið til friðar einhvern tímann,“ sagði Merz.

Merz talaði daginn fyrir leiðtogafund í Berlín þar sem hann og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, munu þrýsta á um aukið stafrænt fullveldi Evrópu og að draga úr ósjálfstæði gagnvart bandarískum tæknirisum.

Hann minntist þess að hafa „tekið þátt í stofnun innri markaðarins“ á níunda áratugnum en harmaði jafnframt að hann væri orðinn „að mörgu leyti skrifræðislegt skrímsli,“ þvert á áform stofnenda hans.

Mörg fyrirtæki víðs vegar um Evrópu hafa á tilfinningunni að innri markaðurinn „geri ekki svo mikið til að auka frelsi heldur takmarki það ítrekað“, sagði Merz.

„Við verðum að breyta þessu saman.“

Í febrúar verður haldinn sérstakur fundur leiðtoga ESB þar sem rætt verður um leiðir til að draga úr skrifræði og auka samkeppnishæfni iðnaðar í álfunni.

Fyrr á þessu ári kölluðu Merz og Macron eftir því að evrópsk lög sem krefjast þess að stór fyrirtæki bæti fyrir „neikvæð áhrif á mannréttindi og umhverfi“ í aðfangakeðjum sínum um allan heim yrðu afnumin.

Í síðustu viku sameinuðust mið-hægri og öfgahægri flokkahópar á Evrópuþinginu um að styðja veikingu lagasetningarinnar, sem olli mikilli óánægju meðal miðju- og vinstri sinnaðra þingmanna.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár