Vill slátra „skrifræðisskrímsli“ Evrópusambandsins

Friedrich Merz, kansl­ari Þýska­lands, kall­ar eft­ir sjálf­stæðri Evr­ópu í upp­hit­un fyr­ir leið­toga­fund ESB, þar sem þrýst verð­ur á við­skipta­vænna um­hverfi.

Vill slátra „skrifræðisskrímsli“ Evrópusambandsins
Friedrich Merz Kristilegi demókratinn boðar aðgerðir til einföldunar viðskiptaumhverfisins daginn fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins. Mynd: AFP

Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, kallaði í dag eftir „sjálfstæðari“ Evrópu og róttækum umbótum á innri markaði Evrópusambandsins, sem hann sagði hafa orðið að „skrifræðislegu skrímsli“.

„Við verðum að verða fullvalda, sjálfstæðari á ýmsum pólitískum og efnahagslegum sviðum,“ sagði hann á málþingi á vegum dagblaðsins Süddeutsche Zeitung.

„Við getum ekki lengur reitt okkur á að Ameríka verji okkur, að Kína útvegi okkur hráefni og að Rússland verði aftur reiðubúið til friðar einhvern tímann,“ sagði Merz.

Merz talaði daginn fyrir leiðtogafund í Berlín þar sem hann og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, munu þrýsta á um aukið stafrænt fullveldi Evrópu og að draga úr ósjálfstæði gagnvart bandarískum tæknirisum.

Hann minntist þess að hafa „tekið þátt í stofnun innri markaðarins“ á níunda áratugnum en harmaði jafnframt að hann væri orðinn „að mörgu leyti skrifræðislegt skrímsli,“ þvert á áform stofnenda hans.

Mörg fyrirtæki víðs vegar um Evrópu hafa á tilfinningunni að innri markaðurinn „geri ekki svo mikið til að auka frelsi heldur takmarki það ítrekað“, sagði Merz.

„Við verðum að breyta þessu saman.“

Í febrúar verður haldinn sérstakur fundur leiðtoga ESB þar sem rætt verður um leiðir til að draga úr skrifræði og auka samkeppnishæfni iðnaðar í álfunni.

Fyrr á þessu ári kölluðu Merz og Macron eftir því að evrópsk lög sem krefjast þess að stór fyrirtæki bæti fyrir „neikvæð áhrif á mannréttindi og umhverfi“ í aðfangakeðjum sínum um allan heim yrðu afnumin.

Í síðustu viku sameinuðust mið-hægri og öfgahægri flokkahópar á Evrópuþinginu um að styðja veikingu lagasetningarinnar, sem olli mikilli óánægju meðal miðju- og vinstri sinnaðra þingmanna.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár