Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann styddi áform þingmanna um að birta frekari skjöl tengd kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein, þrátt fyrir að hafa áður verið því andvígur.
„Repúblikanar í fulltrúadeildinni ættu að greiða atkvæði með birtingu Epstein-skjalanna, því við höfum ekkert að fela,“ skrifaði Trump á Truth Social.
Repúblikaninn 79 ára hefur sakað demókrata um að ýta undir „Epstein-svindl“ eftir að tölvupóstar komu fram þar sem hinn dæmdi kynferðisafbrotamaður og fjármálamógúll gaf í skyn að Trump „vissi af stelpunum“.
„Við höfum ekkert að fela“
Sumir gagnrýnendur hafa sakað Trump um að reyna að leyna upplýsingum um meint brot sín, sem forsetinn neitar, með því að reyna að stöðva atkvæðagreiðsluna.
Málið hefur klofið repúblikana, sem að jafnaði standa þétt við bakið á Trump, og skapað sundrung milli hans og nánustu bandamanna í MAGA-hreyfingunni.
Um helgina dró Trump stuðning sinn …















































Athugasemdir