Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, tilkynnti í gær um yfirhalningu ríkisrekinna orkufyrirtækja eftir að spillingarmál í hjarta geirans, sem Rússar hafa komist nálægt með að granda með kerfisbundnum árásum, vakti mikla reiði almennings.
Rannsakendur ljóstruðu því upp að jafnvirði nærri 13 milljarða króna hefði verið stolið úr orkugeira landsins, sem olli hneykslun í samfélagi þar sem árásir Rússa hafa valdið geigvænlegum rafmagnstruflunum.
Zelensky fyrirskipaði tveimur ráðherrum að segja af sér vegna svikanna og setti á viðskiptaþvinganir gegn fyrrverandi viðskiptafélaga sínum, sem nafngreindur var sem helsti skipuleggjandi málsins.
„Við erum að hefja yfirhalningu á lykilfyrirtækjum í orkuiðnaðinum,“ sagði Zelensky á X. „Jafnhliða fullri endurskoðun á fjárhagslegum rekstri þeirra á að endurnýja stjórn þessara fyrirtækja.“
Hann kallaði eftir nýrri eftirlitsnefnd hjá Energoatom – ríkisfyrirtækinu sem sér um kjarnorku og er í miðju hneykslisins – „innan viku“ til að tryggja „fullkomna yfirhalningu á stjórn fyrirtækisins“.
Þá hvatti hann einnig til skjótrar ráðningar nýs …













































Athugasemdir