Zelensky boðar yfirhalningu spilltra orkufyrirtækja Úkraínu

Úkraínu­for­seti boð­ar um­fangs­mikl­ar um­bæt­ur í rík­is­rekn­um orku­fyr­ir­tækj­um eft­ir að upp komst um um­tals­verð fjár­drátt­ar­mál sem hafa vak­ið reiði al­menn­ings og áhyggj­ur banda­manna.

Zelensky boðar yfirhalningu spilltra orkufyrirtækja Úkraínu
Gegn spillingu Zelensky segir að algjört gagnsæi og heiðarleiki í orkuiðnaðinum sé forgangsatriði. Mynd: AFP

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, tilkynnti í gær um yfirhalningu ríkisrekinna orkufyrirtækja eftir að spillingarmál í hjarta geirans, sem Rússar hafa komist nálægt með að granda með kerfisbundnum árásum, vakti mikla reiði almennings.

Rannsakendur ljóstruðu því upp að jafnvirði nærri 13 milljarða króna hefði verið stolið úr orkugeira landsins, sem olli hneykslun í samfélagi þar sem árásir Rússa hafa valdið geigvænlegum rafmagnstruflunum.

Zelensky fyrirskipaði tveimur ráðherrum að segja af sér vegna svikanna og setti á viðskiptaþvinganir gegn fyrrverandi viðskiptafélaga sínum, sem nafngreindur var sem helsti skipuleggjandi málsins.

„Við erum að hefja yfirhalningu á lykilfyrirtækjum í orkuiðnaðinum,“ sagði Zelensky á X. „Jafnhliða fullri endurskoðun á fjárhagslegum rekstri þeirra á að endurnýja stjórn þessara fyrirtækja.“

Hann kallaði eftir nýrri eftirlitsnefnd hjá Energoatom – ríkisfyrirtækinu sem sér um kjarnorku og er í miðju hneykslisins – „innan viku“ til að tryggja „fullkomna yfirhalningu á stjórn fyrirtækisins“.

Þá hvatti hann einnig til skjótrar ráðningar nýs …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár