Rósa fékk um 30 milljónir í laun á 11 mánuðum frá hinu opinbera

Rósa Guð­bjarts­dótt­ir, þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gegndi fleiri en einu starfi á sama tíma. Hún hætti störf­um fyr­ir bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarð­ar í lok októ­ber, og fell­ur þar með um 900 þús­und í laun­um.

Rósa fékk um 30 milljónir í laun á 11 mánuðum frá hinu opinbera
Rósa Guðbjartsdóttir Fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar átti gott ár tekjulega, en fellur nú um 900 þúsund í launum. Mynd: Hafnarfjarðarbær

Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, og fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, var með hærri laun en formaður eigin flokks og forsætisráðherra, fyrir að sitja bæði á þingi, sem formaður bæjarráðs og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hún lauk störfum hjá Hafnarfirði í lok október, og fellur þar með um tæpa milljón í tekjum.

Alls fékk Rósa um 30 milljónir að minnsta kosti fyrir öll þessi störf á síðustu ellefu mánuðum. Á tímabili var hún að auki á tvöföldum launum, fékk tæpar 5,8 milljónir króna fyrir störf sín í desember síðastliðnum, þegar hún var bæði bæjarstjóri Hafnarfjarðar og á þingfarakaupi. Ef aðeins störf hennar fyrir Hafnarfjörð og þing eru tekin saman, eru árslaun formanns Sjálfstæðisflokksins, um fjórum milljónum lægri en Rósu. Guðrún Hafsteinsdóttir fær greiddar 2,4 milljónir á mánuði bæði fyrir þingmennsku og formennsku í Sjálfstæðisflokknuim eða 28 milljónir yfir árið. Þingfarakaup er rétt um 1,6 milljón en var 1,5 milljón fyrri …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Þetta væri væntanlega ekki hægt ef hún hefði verið á tímakaupi á öllum þessum stöðum. Hverjum datt eginlega í hug að finna upp mánaðarkaupið?
    0
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Sparnaðarráð Rósu fyrir Alþingi og sveitarstjórnir:
    1. Það má fækka mannskapnum um helming.

    Þarna er hugsjónamanneskja á ferð,
    verkin sýna merkin.
    1
  • HH
    Hjörtur Herbertsson skrifaði
    Og hún skammast sýn ekki
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár