Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, og fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, var með hærri laun en formaður eigin flokks og forsætisráðherra, fyrir að sitja bæði á þingi, sem formaður bæjarráðs og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hún lauk störfum hjá Hafnarfirði í lok október, og fellur þar með um tæpa milljón í tekjum.
Alls fékk Rósa um 30 milljónir að minnsta kosti fyrir öll þessi störf á síðustu ellefu mánuðum. Á tímabili var hún að auki á tvöföldum launum, fékk tæpar 5,8 milljónir króna fyrir störf sín í desember síðastliðnum, þegar hún var bæði bæjarstjóri Hafnarfjarðar og á þingfarakaupi. Ef aðeins störf hennar fyrir Hafnarfjörð og þing eru tekin saman, eru árslaun formanns Sjálfstæðisflokksins, um fjórum milljónum lægri en Rósu. Guðrún Hafsteinsdóttir fær greiddar 2,4 milljónir á mánuði bæði fyrir þingmennsku og formennsku í Sjálfstæðisflokknuim eða 28 milljónir yfir árið. Þingfarakaup er rétt um 1,6 milljón en var 1,5 milljón fyrri …















































Athugasemdir