Flokkur fólksins tapaði 39,4 milljónum króna árið 2024 samanborið við 38,9 milljónir króna árið 2023.
Þetta kemur fram í ársreikningi flokksins sem staðfestur hefur verið af Ríkisendurskoðun.
Stærsti kostnaðarliður flokksins í fyrra voru Alþingiskosningar sem boðað var til óvænt og á undan áætlun. Flokkurinn eyddi 70 milljónum króna í tengslum við kosningarnar, þar af 55,5 milljónum í auglýsingar og kynningar. Fundakostnaður nam tæpum 3,5 milljónum króna og ferðakostnaður 2 milljónum.
Kostnaður við aðalskrifstofu flokksins nam 46 milljónum króna, rúmlega helmingur í laun og launatengd gjöld. Þá greiddi flokkurinn 9 milljónir króna í húsaleigu í fyrra.
Framlög ríkisins til flokksins námu 65 milljónum króna í fyrra, það sama og árið áður. Framlög frá Alþingi námu rúmum 12 milljónum og framlög frá sveitarfélögum tæpum 1,4 milljónum króna, þar af rúm 1,1 milljón frá Reykjavíkurborg og rúm 260 þúsund frá Akureyrarkaupstað. Félagsgjöld námu 417 þúsund krónum.
Eigið fé flokksins nam tæpum 49 …












































Athugasemdir