Hamlet
Leikgerð: Kolfinna Nikulásdóttir og Sigurbjartur Sturla Atlason Leikmynd og búningar: Filippía Elísdóttir Ljósahönnun: Pálmi Jónsson Höfundur hljóðmyndar og tónlistar: Salka Valsdóttir Dans og sviðshreyfingar: Kolfinna Nikulásdóttir og Ernesto Camilo Aldazabal Valdes Þýðing: Helgi Hálfdanarson, Ingvaldur Nikulásson, Matthías Jochumsson og Þórarinn Eldjárn
Sérstaklega forvitnileg sýning sem skilur þó eftir tilfinningalegt tómarúm.
Hver kynslóð þarf nýjan Hamlet. Hamlet sem talar nýtt tungumál, setur hlutina í nýtt samhengi, tengir yngri kynslóðir við mátt Shakespeare og hvetur þau til að velta heiminum fyrir sér og þeirra hlutverk í honum. Því er mikið fagnaðarefni að nú Hamlet rati á Litla svið Borgarleikhússins í leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur og er þetta í fyrsta skiptið sem kona leikstýrir Hamlet fyrir Leikfélag Reykjavíkur í 130 ára sögu þess. Sýningin hefst á stóru spurningunum: Hvað er leikhús? Til hvers leikhús? Hvað eru áhorfendur að gera hér?
Það er Sigurbjartur Sturla Atlason sjálfur sem kastar spurningunum fram í upphafi kvöldsins og í kjölfarið glímir við stærsta hlutverk leikferils síns. Fyrsta skrefið var tekið í hlutverki Rómeó árið 2021 en nú er það Hamlet, sem má telja eitt flóknasta hlutverk sögunnar. Í heildina tekst Sigurbjarti ágætlega til þrátt fyrir nokkra hnökra á textaflutningi. Aftur á móti er sem hjúpur umlyki Hamlet, í …












































Athugasemdir