Eldur Smári Kristinsson tapaði meiðyrðamáli gegn RÚV í Héraðsdómi Reykjavíkur sem var kveðinn upp í dag, og þarf að auki að greiða samanlagt á níunda hundrað þúsund krónur í málskostnað vegna þessa.
Lögmaður Elds Smára boðaði forföll og var Eldur ekki viðstaddur uppkvaðningu dómsins.
Eldur Smári er formaður Samtakanna 22 sem hafa verið gagnrýnd harðlega af hinsegin samfélaginu. Samtökin hafa verið sökuð um hatursáróður gegn trans fólki. Eldur Smári stefndi bæði RÚV og svo Bergsteini Sigurðssyni, eins þáttastjórnenda Kastljóss, vegna spurningar sem hann bar fram í þættinum Forystusætið fyrir síðustu kosningar. Þá var rætt við Arnar Þór Jónsson, formann Lýðræðisflokksins og fyrrum forsetaframbjóðenda. Eldur var þá oddviti Frjálsynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. Ummælin umdeildu voru hluti af spurningu Bergsteins, sem spurði:
„Tölum einmitt um þjóna og þá sem þið veljið til þjónustu. Oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, Eldur Smári Kristinsson, hann er …













































Athugasemdir (1)