Eftir langvarandi glímu við vanlíðan og fíkn, er Fannar Freyr Haraldsson nú að taka stúdentsprófið í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Þegar hann lauk meðferð í Krýsuvík fyrir nokkrum árum síðan hóf hann endurhæfingu hjá Hringsjá. „Ég byrjaði í námi þar eftir átta mánaða edrúmennsku. Ég stefni á grafíska hönnun, því ég er mikill teiknari og hef gaman af list, en ég er enn að finna mig.“
Fannar er einn týndu strákanna sem steig fram í forsíðuumfjöllun Heimildarinnar, þar sem þeir lýstu reynslu sinni af kerfinu sem átti að grípa þá sem börn, unglingar og ungir menn.
Leið illa í æsku
Hann er tímabundinn, því í kvöld aðstoðar hann við uppsetningu á tónleikum í Tjarnarbíói, svo hann fer hratt yfir sögu. Í grunnskóla var Fannar metnaðarfullur nemandi. „Sagan mín er ekki dæmigerð að þessu leyti. Ég átti auðvelt með að læra og gekk vel í skóla en það var alltaf eitthvað …

























Athugasemdir