„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“

Gabríel Máni Jónsson ólst upp í 350 manna samfélagi á Hellissandi. Æskan var flókin, segir hann. „Frá því að ég man eftir mér passaði ég hvergi inn.“ 

Hann er einn týndu strákanna sem steig fram í forsíðuumfjöllun Heimildarinnar til þess að lýsa reynslu sinni af kerfinu sem átti að grípa þá sem börn, unglingar og ungir menn. 

Frá unga aldri upplifði Gabríel sig utanveltu. Hann lýsir því til dæmis hvað hann var spenntur fyrir því að fara í grunnskóla. „Ég hlakkaði mikið til að byrja í skóla, en sú gleði entist ekki lengi. Nánast um leið og skólinn hófst var farið að setja mig til hliðar eða senda mig í sérkennslu. Ég var ekki mikið í kringum jafnaldra mína.“ Strax í fyrstu bekkjum grunnskóla voru aðstæðurnar farnar að hafa áhrif á sjálfsmyndina. „Mér fannst ég ekki jafn mikils virði og aðrir.“ 

Honum fannst hann fá skilaboð um að hann væri …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Týndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár