Gabríel Máni Jónsson ólst upp í 350 manna samfélagi á Hellissandi. Æskan var flókin, segir hann. „Frá því að ég man eftir mér passaði ég hvergi inn.“
Hann er einn týndu strákanna sem steig fram í forsíðuumfjöllun Heimildarinnar til þess að lýsa reynslu sinni af kerfinu sem átti að grípa þá sem börn, unglingar og ungir menn.

Frá unga aldri upplifði Gabríel sig utanveltu. Hann lýsir því til dæmis hvað hann var spenntur fyrir því að fara í grunnskóla. „Ég hlakkaði mikið til að byrja í skóla, en sú gleði entist ekki lengi. Nánast um leið og skólinn hófst var farið að setja mig til hliðar eða senda mig í sérkennslu. Ég var ekki mikið í kringum jafnaldra mína.“ Strax í fyrstu bekkjum grunnskóla voru aðstæðurnar farnar að hafa áhrif á sjálfsmyndina. „Mér fannst ég ekki jafn mikils virði og aðrir.“
Honum fannst hann fá skilaboð um að hann væri …

























Athugasemdir