Forseti ASÍ sakar ríkisstjórnina um aðför að launafólki á Íslandi

For­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands, Finn­björn Her­mann­son, seg­ir að nið­ur­skurð­ar­stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar bein­ist gegn lág­tekju­fólki, leigj­end­um og inn­flytj­end­um. Hann kall­ar skerð­ingu á at­vinnu­leys­is­bót­um „að­för að launa­fólki“.

Forseti ASÍ sakar ríkisstjórnina um aðför að launafólki á Íslandi
Fast skotið Forseti ASÍ skýtur föstum skotum á bæði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Ingu Sæland félagsmálaráðherra. Mynd: Víkingur

Finnbjörn A. Hermannson, forseti Alþýðusambands Íslands, gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og segir að þar birtist forgangsröðun sem brjóti gegn grunnstoðum íslensks velferðarsamfélags. 

Í grein sem hann skrifar á Vísi í dag spyr Finnbjörn hvaða sýn forsætisráðherrann hafi á það velferðarsamfélag sem byggt hefur verið upp áratugum saman. Hann segir framgöngu ríkisstjórnarinnar benda til þess að ráðherrar hafi hvorki sögulega yfirsýn né virðingu fyrir þeirri samfélagslegu vinnu sem leiddi Ísland úr fátækt til velferðar. 

„Í niðurskurðarfjárlögum núverandi ríkisstjórnar er svonefndum „aðhaldsaðgerðum“ beint að íslensku launafólki og sérstaklega þeim hópum sem neðst standa í tekjustiganum,“ skrifar Finnbjörn.

Hann nefnir að skerðingarnar felist meðal annars í styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 18, óbreyttum barnabótum og húsnæðisbótum þrátt fyrir verðbólgu, auknum kostnaðarhlut sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og niðurskurði í framhaldsfræðslu og íslenskukennslu.

„Þarna opinberast forgangsröðun ríkisstjórnarinnar því allt eru þetta pólitískar ákvarðanir,“ segir hann. 

Ríkisstjórnin rjúfi samstarf og traust

Finnbjörn segir að ákvörðun um að stytta bótatímabilið hafi verið tekin án samráðs við verkalýðshreyfinguna, þvert á hefð og samkomulag sem hafi gilt frá miðri síðustu öld. 

„Þess í stað kýs ráðherrann að splundra þríhliða samstafi aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda með einhliða ákvörðun um réttindaskerðingu atvinnuleitenda,“ skrifar hann.

„Almenningur í landinu getur ekki átt allt sitt undir velvilja stjórnvalda hverju sinni“

Hann bendir á að íslenskur vinnumarkaður sé sveiflukenndur og sveigjanlegur, með lágar girðingar í kringum uppsagnir, og að langt bótatímabil sé nauðsynlegt við slíkar aðstæður. 

Kallar ákvörðunina aðför að launafólki

Finnbjörn segir verkalýðshreyfinguna reiðubúna til að ræða umbætur í atvinnuleysistryggingakerfinu, en að ríkisstjórnin hafi hafnað því samtali. Það sé hins vegar nauðsynlegt að eiga samráð um jafn stórar breytingar og nú eru boðaðar.

„Almenningur í landinu getur ekki átt allt sitt undir velvilja stjórnvalda hverju sinni – um slík réttindi hefur verið samið og samningar skulu standa,“ segir Finnbjörn.

„Einhliða ákvörðun ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um skerðingu atvinnuleysistrygginga er aðför að launafólki á Íslandi, réttindum þess og kjörum. Verkalýðshreyfingin getur hvorki sætt sig við form né inntak þeirrar ákvörðunar,“ skrifar hann að lokum.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár